Erlent

Tiger Woods alvarlega slasaður eftir bílslys

Tiger Woods
Tiger Woods

Einhver frægasti golfari veraldar, Tiger Woods, liggur þungt haldinn á spítala í Flórída eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi samkvæmt fréttasíðu BBC.

Bíllinn á að hafa ekið á brunahana og tré þegar hann var að keyra út úr innkeyrslunni á heimilinu sínu. Golfarinn var lagður inn á Healt Central Hospital í Flórída samkvæmt bandarískum fjölmiðlum en það hefur ekki fengist staðfest.

Yfirvöld hafa tjáð sig um málið og fullyrða að golfarinn sé ekki grunaður um að hafa ekið ölvaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×