Enski boltinn

Alex Ferguson ætlar ekki að vera í orðastríði við Benitez

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson og Rafael Benitez þakka fyrir leikinn eftir 4-1 sigur Liverpool á dögunum.
Sir Alex Ferguson og Rafael Benitez þakka fyrir leikinn eftir 4-1 sigur Liverpool á dögunum. Mynd/GettyImages

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, ætlar ekki að halda áfram orðastríði við Rafael Benitez, stjóra Liverpool, í ensku fjölmiðlunum. Ferguson setti allt upp í háaloft þegar hann sagði Spánverjann vera hrokagikk í síðustu viku.

Ferguson og Sam Allardyce, stjóri Blackburn, voru þá að bregðast við hegðun Rafael Benitez í 4-0 sigurleik Liverpool á Blackburn. „Ég sagði mína skoðun á þessu en ég skil ekki af hverju hann kom ekki fram og sagði hvað hann var að gera þarna," sagði Ferguson.

„Ég ætla ekki að velta þessu áfram og hef einfaldlega sagt mína skoðun. Það er engin ástæða til að draga þetta á langinn. Nú geta allir séð þetta og dæmt sjálfir," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×