Innlent

Kannabisræktun í Grafarholti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í fjölbýlishúsi í Grafarholti í gær. Við húsleit á staðnum fundust um 70 kannabisplöntur, þar af margar á lokastigi ræktunar. Jafnframt var lagt hald á ýmsan búnað sem tengdist starfseminni. Kona á fertugsaldri var handtekin í þágu rannsóknar málsins. Hún hefur áður komið við sögu hjá lögreglu vegna fíkniefnamála.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að fyrrnefnd aðgerð sé liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna. Sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×