Innlent

Íbúar í Garðabæ yfirbuguðu innbrotsþjóf

Íbúar í húsi við Strandveg í Garðabæ urðu í gærkvöldi varir við mannaferðir í íbúð sinni og þegar til kom reyndist þar vera innbrotsþjófur á ferð með skjávarpa í fórum sínum. Þeir yfirbuguðu þjófinn og héldu honum föngnum þar til lögregla kom á vettvang og fjarlægði hann. Engan sakaði í átökunum og gistir þjófurinn fangageymslur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×