Framþróun háskóla 13. nóvember 2009 06:00 Sunna Magnúsdóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir og Kristján Valgeir Þórarinsson skrifa um háskóla Hvernig komum við okkur út úr kreppunni? Eitt er víst að það er ekki með því að draga úr menntun þjóðarinnar. Íslendingar leggja nú þegar hlutfallslega minna af þjóðarframleiðslu sinni til menntunar en helstu nágrannaþjóðir okkar og hlutfall háskólamenntaðs fólks er lægra en á meðal þessara sömu þjóða. Það er skýrt í huga okkar að sameining tveggja stærstu háskóla landsins er ekki sá valkostur sem kemur okkur út úr kreppunni. Af hverju ekki?Kristján valgeir þórarinssonNemendur vilja hafa val um hvað þeir læra og hvar þeir læra það. Íslenskir háskólar eru ólíkir innbyrðis, þeir leggja mismunandi miklar áherslur á hina ýmsu þætti háskólanáms og þeir henta fólki þ.a.l. misvel. Í HR er t.d. lögð áhersla á að kenna í smærri hópum og mikið er um hópavinnu. Nemendur vinna raunhæf verkefni fyrir stofnanir og atvinnulífið sem er dýrmætur grunnur fyrir framtíðarstörf okkar. Áhersla er á nýsköpun í náminu og þeir sem vilja einbeita sér að rannsóknum geta unnið þær í samstarfi við fræðimenn á heimsmælikvarða. Þetta val og þessi sérstaða var ekki í boði í íslensku háskólasamfélagi þegar HR var stofnaður fyrir 11 árum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og þetta er framþróun sem má ekki stöðva og útrýma með því að hverfa aftur til fortíðar. Góð menntun er lykillinn að fjölbreyttu og farsælu þjóðfélagi. Háskólinn í Reykjavík hefur þar að auki skapað sér sess í alþjóðlegu háskólasamfélagi á ýmsum sviðum og verður leiðandi afl í að koma Íslandi út úr kreppunni. Sameining eða samvinna?Sunna magnúsdóttirStór hluti nemenda allra háskóla landsins kemur til með að verja næstu árum í uppbyggingarstarf þjóðarinnar og menntunin okkar er eldsneytið. Samkeppni er af hinu góða og bætir nám skólanna, hefur hvetjandi áhrif á fræðimenn, kennara og nemendur skólanna. Skólarnir veita hver öðrum aðhald og verða fyrir vikið samkeppnishæfari á alþjóðlegan mælikvarða. Sjálfsagt er að háskólarnir vinni saman á ýmsum sviðum í hagræðingarskyni, en mikilvægt er að það feli ekki í sér neikvæð áhrif á sérstöðu skólanna og samkeppnina. Vilji nemendaGæði menntunar á Íslandi er hagsmunamál allrar þjóðarinnar. Ef tryggja á gæði og fjölbreytni í háskólamenntun á Íslandi er sameining ekki lausnin. Höfundar sitja í stjórn Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Tíu hollráð fyrir þig sem hyggur á þátttöku í stjórnmálum Drífa Hjartardóttir, Drífa Snædal, Kolbrún Stefánsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Þórey A. Matthíasdóttir skrifa um konur í stjórnmálum. 13. nóvember 2009 06:00 Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Sunna Magnúsdóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir og Kristján Valgeir Þórarinsson skrifa um háskóla Hvernig komum við okkur út úr kreppunni? Eitt er víst að það er ekki með því að draga úr menntun þjóðarinnar. Íslendingar leggja nú þegar hlutfallslega minna af þjóðarframleiðslu sinni til menntunar en helstu nágrannaþjóðir okkar og hlutfall háskólamenntaðs fólks er lægra en á meðal þessara sömu þjóða. Það er skýrt í huga okkar að sameining tveggja stærstu háskóla landsins er ekki sá valkostur sem kemur okkur út úr kreppunni. Af hverju ekki?Kristján valgeir þórarinssonNemendur vilja hafa val um hvað þeir læra og hvar þeir læra það. Íslenskir háskólar eru ólíkir innbyrðis, þeir leggja mismunandi miklar áherslur á hina ýmsu þætti háskólanáms og þeir henta fólki þ.a.l. misvel. Í HR er t.d. lögð áhersla á að kenna í smærri hópum og mikið er um hópavinnu. Nemendur vinna raunhæf verkefni fyrir stofnanir og atvinnulífið sem er dýrmætur grunnur fyrir framtíðarstörf okkar. Áhersla er á nýsköpun í náminu og þeir sem vilja einbeita sér að rannsóknum geta unnið þær í samstarfi við fræðimenn á heimsmælikvarða. Þetta val og þessi sérstaða var ekki í boði í íslensku háskólasamfélagi þegar HR var stofnaður fyrir 11 árum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og þetta er framþróun sem má ekki stöðva og útrýma með því að hverfa aftur til fortíðar. Góð menntun er lykillinn að fjölbreyttu og farsælu þjóðfélagi. Háskólinn í Reykjavík hefur þar að auki skapað sér sess í alþjóðlegu háskólasamfélagi á ýmsum sviðum og verður leiðandi afl í að koma Íslandi út úr kreppunni. Sameining eða samvinna?Sunna magnúsdóttirStór hluti nemenda allra háskóla landsins kemur til með að verja næstu árum í uppbyggingarstarf þjóðarinnar og menntunin okkar er eldsneytið. Samkeppni er af hinu góða og bætir nám skólanna, hefur hvetjandi áhrif á fræðimenn, kennara og nemendur skólanna. Skólarnir veita hver öðrum aðhald og verða fyrir vikið samkeppnishæfari á alþjóðlegan mælikvarða. Sjálfsagt er að háskólarnir vinni saman á ýmsum sviðum í hagræðingarskyni, en mikilvægt er að það feli ekki í sér neikvæð áhrif á sérstöðu skólanna og samkeppnina. Vilji nemendaGæði menntunar á Íslandi er hagsmunamál allrar þjóðarinnar. Ef tryggja á gæði og fjölbreytni í háskólamenntun á Íslandi er sameining ekki lausnin. Höfundar sitja í stjórn Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík.
Tíu hollráð fyrir þig sem hyggur á þátttöku í stjórnmálum Drífa Hjartardóttir, Drífa Snædal, Kolbrún Stefánsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Þórey A. Matthíasdóttir skrifa um konur í stjórnmálum. 13. nóvember 2009 06:00
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar