Tíu hollráð fyrir þig sem hyggur á þátttöku í stjórnmálum 13. nóvember 2009 06:00 Drífa Hjartardóttir, Drífa Snædal, Kolbrún Stefánsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Þórey A. Matthíasdóttir skrifa um konur í stjórnmálum. Það er á ábyrgð okkar allra að kjörnir fulltrúar endurspegli þjóðina og fjölbreytileika hennar. Í marga áratugi hefur verið háð barátta fyrir jöfnum kynjahlutföllum í stjórnmálum sem annars staðar og hefur takmarkinu ekki enn verið náð þrátt fyrir að flestir séu sammála um mikilvægi þess. Okkur greinir á um leiðir og hvar ábyrgðin liggur. Stjórnmálaflokkarnir hafa allir gert eitthvað til að leiðrétta kynjamisréttið þó þeir hafi valið mismunandi aðferðir. Öll getum við þó verið sammála um að við viljum jafnrétti, að við verðum að hvetja til þess að það náist og leggja okkar af mörkum. Ein leið er til dæmis að hvetja konur til að taka þátt í stjórnmálum og komandi sveitarstjórnarkosningum. Frændur okkar Danir fóru í átak á þessu ári til að hvetja konur til þátttöku og gáfu út handbók með góðum ráðum til handa konum sem hyggja á þátttöku í sveitarstjórnum. Okkur þykir full ástæða til að miðla þessum góðu ráðum áfram til íslenskra kvenna og hvetja þær um leið til að hafa áhrif á umhverfi sitt með þátttöku í komandi kosningum. 1. Láttu vaða - ekki draga úr kjarkinum með afsökunum eins og reynsluleysi eða þekkingarskorti. Reynslan og þekkingin kemur með tímanum. 2. Skráðu þig í stjórnmálaflokk - taktu þátt í grasrótarstarfinu í flokkunum, þar er tækifærið til að hafa áhrif á stefnuna og koma áhuga sínum á framfæri. 3. Láttu í þér heyra - æfðu þig í því að taka til máls, skrifaðu greinar og taktu þátt í fundum. 4. Lærðu af reynslu annarra - taktu eftir því hverjir hafa áhrif og hvernig. 5. Vertu raunsæ - skoðaðu hvernig má samþætta vinnu, fjölskyldulíf og pólitíkina. Ekki ætla þér að vera fullkomin á öllum sviðum heldur gerðu þitt besta. 6. Tryggðu þér stuðning fjölskyldunnar - þátttaka í stjórnmálum krefst tíma og þá er mikilvægt að hafa traust bakland og að skyldum heimilisins sé jafnt skipt. 7. Styrktu tengslanetið - vertu dugleg að sækja fundi og taka þátt í félagsstarfi hjá hinum ýmsu þrýstihópum, það veitir reynslu og styrkir tengsl. 8. Forgangsraðaðu - nýttu kraftana þar sem áhugasvið þitt liggur og reynsla þín nýtist best. Það gerir vinnuna skemmtilegri og árangursríkari. 9. Vertu þú sjálf - stattu við sannfæringu þína og hafðu umburðarlyndi fyrir skoðunum annarra. 10. Mundu að staðan veitir tækifæri - með þátttöku í sveitarstjórnarmálum getur þú haft áhrif á nærumhverfið og færð rödd til að láta í þér heyra í stjórnmálum og fjölmiðlum. Nýttu fagþekkinguna innan kerfisins. Að auki má bæta því við að konur innan stjórnmála eru flestar meðvitaðar um mikilvægi þess að styðja og styrkja hver aðra á þeim vettvangi sem karlar hafa verið ráðandi. Nýttu þér reynslu annarra kvenna hvar í flokki sem þær standa og leitaðu ráða. Sjáumst í baráttunni! Drífa Hjartardóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. Drífa Snædal, framkvæmdastýra Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Kolbrún Stefánsdóttir, varaformaður Frjálslynda flokksins. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Þórey A. Matthíasdóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna.drífa snædalkolbrún stefánsdóttirsteinunn valdís óskarsdóttirþórey a. matthíasdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Varðandi sjávarútveg Eini veiki hlekkurinn í okkar ágætu ríkisstjórn er sjávarútvegsráðherra. Athugið að arðvænlegasta nýtingaraðferð fiskimiðanna er fyrst og fremst að umgangast fiskimiðin á landgrunninu með varúð og virðingu. Því eru náttúruvænar veiðar það sem leggja þarf áherslu á. 13. nóvember 2009 06:00 Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Drífa Hjartardóttir, Drífa Snædal, Kolbrún Stefánsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Þórey A. Matthíasdóttir skrifa um konur í stjórnmálum. Það er á ábyrgð okkar allra að kjörnir fulltrúar endurspegli þjóðina og fjölbreytileika hennar. Í marga áratugi hefur verið háð barátta fyrir jöfnum kynjahlutföllum í stjórnmálum sem annars staðar og hefur takmarkinu ekki enn verið náð þrátt fyrir að flestir séu sammála um mikilvægi þess. Okkur greinir á um leiðir og hvar ábyrgðin liggur. Stjórnmálaflokkarnir hafa allir gert eitthvað til að leiðrétta kynjamisréttið þó þeir hafi valið mismunandi aðferðir. Öll getum við þó verið sammála um að við viljum jafnrétti, að við verðum að hvetja til þess að það náist og leggja okkar af mörkum. Ein leið er til dæmis að hvetja konur til að taka þátt í stjórnmálum og komandi sveitarstjórnarkosningum. Frændur okkar Danir fóru í átak á þessu ári til að hvetja konur til þátttöku og gáfu út handbók með góðum ráðum til handa konum sem hyggja á þátttöku í sveitarstjórnum. Okkur þykir full ástæða til að miðla þessum góðu ráðum áfram til íslenskra kvenna og hvetja þær um leið til að hafa áhrif á umhverfi sitt með þátttöku í komandi kosningum. 1. Láttu vaða - ekki draga úr kjarkinum með afsökunum eins og reynsluleysi eða þekkingarskorti. Reynslan og þekkingin kemur með tímanum. 2. Skráðu þig í stjórnmálaflokk - taktu þátt í grasrótarstarfinu í flokkunum, þar er tækifærið til að hafa áhrif á stefnuna og koma áhuga sínum á framfæri. 3. Láttu í þér heyra - æfðu þig í því að taka til máls, skrifaðu greinar og taktu þátt í fundum. 4. Lærðu af reynslu annarra - taktu eftir því hverjir hafa áhrif og hvernig. 5. Vertu raunsæ - skoðaðu hvernig má samþætta vinnu, fjölskyldulíf og pólitíkina. Ekki ætla þér að vera fullkomin á öllum sviðum heldur gerðu þitt besta. 6. Tryggðu þér stuðning fjölskyldunnar - þátttaka í stjórnmálum krefst tíma og þá er mikilvægt að hafa traust bakland og að skyldum heimilisins sé jafnt skipt. 7. Styrktu tengslanetið - vertu dugleg að sækja fundi og taka þátt í félagsstarfi hjá hinum ýmsu þrýstihópum, það veitir reynslu og styrkir tengsl. 8. Forgangsraðaðu - nýttu kraftana þar sem áhugasvið þitt liggur og reynsla þín nýtist best. Það gerir vinnuna skemmtilegri og árangursríkari. 9. Vertu þú sjálf - stattu við sannfæringu þína og hafðu umburðarlyndi fyrir skoðunum annarra. 10. Mundu að staðan veitir tækifæri - með þátttöku í sveitarstjórnarmálum getur þú haft áhrif á nærumhverfið og færð rödd til að láta í þér heyra í stjórnmálum og fjölmiðlum. Nýttu fagþekkinguna innan kerfisins. Að auki má bæta því við að konur innan stjórnmála eru flestar meðvitaðar um mikilvægi þess að styðja og styrkja hver aðra á þeim vettvangi sem karlar hafa verið ráðandi. Nýttu þér reynslu annarra kvenna hvar í flokki sem þær standa og leitaðu ráða. Sjáumst í baráttunni! Drífa Hjartardóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. Drífa Snædal, framkvæmdastýra Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Kolbrún Stefánsdóttir, varaformaður Frjálslynda flokksins. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Þórey A. Matthíasdóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna.drífa snædalkolbrún stefánsdóttirsteinunn valdís óskarsdóttirþórey a. matthíasdóttir
Varðandi sjávarútveg Eini veiki hlekkurinn í okkar ágætu ríkisstjórn er sjávarútvegsráðherra. Athugið að arðvænlegasta nýtingaraðferð fiskimiðanna er fyrst og fremst að umgangast fiskimiðin á landgrunninu með varúð og virðingu. Því eru náttúruvænar veiðar það sem leggja þarf áherslu á. 13. nóvember 2009 06:00
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar