Enski boltinn

Megum ekki láta þetta eyðileggja tímabilið okkar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen Ireland, leikmaður Manchester City.
Stephen Ireland, leikmaður Manchester City. Mynd/GettyImages

Manchester City er úr leik í UEFA-bikarnum eftir að liðið fór afar illa með dauðafærin í 2-1 sigri á Hamburger SV í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum í kvöld. Þýska liðið vann 4-3 samanlagt þökk sé 3-1 sigri í fyrri leiknum á heimavelli sínum.

„Við fengum fullt af færum og við nýttum þau ekki. Caicedo fékk nokkur frábær færi eins og Micah Richards," sagði Stephen Ireland, leikmaður Manchester City eftir leikinn.

Manchester City lék vel í leiknum og hefði átt það skilið að bæta við nokkrum mörkum en tréverkið og einstakur klaufagangur kom í veg fyrir að City-liðið nýtti sér yfirburði sína.

„Svona þurfum við að spila í hverri viku. Við þurfum að rífa okkur upp og megum ekki láta þetta eyðileggja tímabilið okkar," sagði Ireland.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×