Enski boltinn

Tímabilið búið hjá Bouma

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bouma liggur hér sárþjáður eftir að hafa meiðst síðasta sumar.
Bouma liggur hér sárþjáður eftir að hafa meiðst síðasta sumar. Nordic Photos/Getty Images

Tímabilinu er lokið hjá hollenska varnarmanninum Wilfred Bouma, leikmanni Aston Villa. Bouma þarf að fara í aðra ökklaaðgerð og á því ekki möguleika á að klára tímabilið.

Þessi þrítugi Hollendingur meiddist illa á ökklanum í Intertoto-keppninni gegn Odense í júlí á síðasta ári.

Þetta er talsvert vandamál fyrir Villa sem er þegar án Martin Laursen út leiktíðina vegna hnémeiðsla.

Nicky Shorey var fenginn frá Reading til þess að leysa Bouma af en hann hefur engan veginn staðið undir væntingum. O´Neill stjóri hefur því þurft að prófa ýmsar leiðir til þess að fylla skarð Bouma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×