Körfubolti

Guðjón Skúlason ráðinn þjálfari Keflavíkur

Ómar Þorgeirsson skrifar
Keflvíkingar á góðri stundu.
Keflvíkingar á góðri stundu.

Keflvíkingar tilkynntu í dag um ráðningu Guðjóns Skúlasonar sem þjálfara meistaraflokks karla í körfubolta en Guðjón skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

Keflvíkingar hafa verið að leita að þjálfara síðan Sigurður Ingimundarson hætti hjá félaginu fyrr í sumar til þess að taka við sænska félaginu Solna.

Guðjón lék með Keflvíkingum á árunum 1983-2006, fyrir utan tímabilið 1994-1995 þegar hann lék með Grindavík.

Guðjón hefur áður þjálfað Keflvíkinga en það gerði hann við góðan orðstír ásamt Fal Harðarsyni tímabilið 2004-2005.

Keflvíkingar hirtu þá alla titla sem í boði voru og eru því án nokkurs vafa fullir tilhlökkunar fyrir komandi vetri í Iceland Express-deildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×