Erlent

Prestar á eftirlaunum þjónuðu við guðsþjónustur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Norskur prestur. Mynd/ AFP.
Norskur prestur. Mynd/ AFP.
Prestar á eftirlaunum þjóna ólaunaðir fyrir altari til að hægt sé að halda guðsþjónustur yfir hátíðarnar í Noregi. Engu að síður þarf að aflýsa fjölda guðsþjónusta yfir hátíðarnar vegna skorts á prestum.

Guðsþjónustur á aðfangadag voru haldnar samkvæmt hefð vegna þess að prestar á eftirlaunum tóku þátt í þeim. En vegna lélegs efnahags og skorts á prestum verður fjölmörgum guðsþjónustum á jóladag og á annan í jólum aflýst.

Hið sama gildir um guðsþjónustur um áramót, samkvæmt frétt á vef norska ríkisútvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×