Innlent

Samstaða á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins

Fjölmennur miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins var haldinn í dag í húsnæði Háskóla Íslands við Stakkahlíð í Reykjavík. Mikil stemning og samstaða ríkti á fundinum og kom m.a. fram mikil ánægja með framgöngu nýrrar forystu og þingflokks framsóknarmanna í stjórnarmyndunarviðræðum undanfarna daga.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Þar segir einnig að á fundinum hafi eindregnum stuðningi verið lýst við þá afstöðu þingflokks framsóknarmanna að verja minnihlutastjórn Vg og Samfylkingar vantrausti fram að alþingiskosningum í lok apríl.

„Var jafnframt mikilli ánægju lýst með skilyrði framsóknarmanna fyrir vantraustsyfirlýsingu við nýja ríkisstjórn en þau lúta m.a. því að alþingiskosningar fari fram eigi seinna en 25. apríl næstkomandi og að strax verði ráðist í aðgerðir til að koma til móts við skuldsett heimili í landinu og bæta rekstrarskilyrði íslensks atvinnulífs, auk þess sem komið verði á stjórnlagaþingi sem semji nýja stjórnarskrá íslenska lýðveldisins."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×