Skoðun

Pistill: Um bindiskyldu

Friðrik Indriðason skrifar: skrifar

Þar sem bindiskylda á starfsemi íslenskra útibúa erlendis hefur skotið upp kollinum eina ferðina enn er rétt að útskýra málið fyrir lesendum visir.is. Óumdeilt er að Seðlabanki Íslands afnam þessa bindiskyldu í mars í fyrra, samkvæmt „leiðbeinandi tilmælum" frá Evrópubandalaginu. Tilmælin fólu samt í sér að seðlabankar viðkomandi landa hefðu sjálfdæmi í málinu.

Seðlabanka Íslands hefði sem sagt verið í lófa lagið að setja 50% bindiskyldu eða hærri á öll innlán Landsbankans í Bretlandi og Hollandi á þessum tíma til að stöðva útbreiðslu Icesave starfsemi bankans. Það gerði Seðlabankinn ekki.

Bara ef hann hefði sett 20% bindiskyldu á Landsbankann hvað þetta varðar hefðu 20% af heildarinnistæðunum á Icesave verið staðsettar inn á bundnum reikningi í Seðlabankanum þegar Landsbankinn hrundi s.l. haust.

Það væri sennilega gott fyrir íslenska þjóðarbúið að hafa þessa upphæð til reiðu núna. Hún væri næg til að borga vextina af Icesave-samningunum við Breta og Hollendinga.










Skoðun

Sjá meira


×