Erlent

Ný ríkisstjórn kynnt í Afganistan

Hamid Karzai, forseti Afganistan.
Hamid Karzai, forseti Afganistan.
Afgönskum þingmönnum var í dag kynntur ráðherralisti Hamid Karzai, forseta Afganistan, yfir nýja ríkisstjórn. Forsetinn var ekki viðstaddur þegar þingmenn fengu listann í sínar hendur.

Tveir sitjandi ráðherrar sem hafa verið sakaðir um spillingu verða ekki í nýju stjórninni. Bandarísk stjórnvöld hafa hvatt Karzai til að taka hart á spillingu í landinu. Talið er að Vesturlönd muni ekki heyra mótbárum við nýjum ráðherrum ríkisstjórnar Karzai.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×