Kaupþingsdómurinn sendir sterk skilaboð 9. desember 2009 19:45 Jónatan Þórmundsson. Dómstólar virðast með dómnum vilja marka þáttaskil og senda sterk skilaboð út í þjóðfélagið. Þetta segir Jónatan Þórmundsson, sérfræðingur í refsirétti og fyrrverandi ríkissaksóknari, um 8 mánaða fangelsisdóm yfir tveimur fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Daníel Þórðarson og Stefni Agnarsson, fyrrverandi starfsmenn Kaupþings í 8 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í morgun fyrir markaðsmisnotkun. Brotið átti sér stað í byrjun árs 2008 en ríkislögreglustjóri gaf út ákæruna í febrúar á þessu ári. Mennirnir neituðu báðir sök við aðalmeðferð málsins. Jónatan Þórmundsson, sérfræðingur á sviði refsiréttar, segir dóminn koma honum þannig fyrir sjónir að hann sendi mjög sterk skilaboð út í þjóðfélagið. „Það svona virðist vera eins og það hafi haft nokkur áhrif hin mikla undiralda sem er í þjóðfélaginu." Með hliðsjón af öðrum sérrefsilagabrotum á sviði fjármunabrota sé algengt að dómar gangi út á sektir eða skilorðsdóma. Að hans mati er því um að ræða strangan dóm í þessu tilfelli. „Ég geri ráð fyrir því að dómurinn hafi þarna reynt að finna bil beggja og finna ákveðið jafnvægi á milli jafnréttissjónarmiða annars vegar og hins vegar þeirrar miklu nauðsynjar að taka föstum tökum þau fjármálabrot sem hafa leitt af bankahruninu," segir Jónatan. „Ég get ekki skilið þetta öðruvísi, þetta strangan og óskilorðsbundin dóm, en að dómstólar vilji strax í upphafi marka ákveðin þáttaskil og senda þessi skilaboð út í þjóðfélagið." Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar. Tengdar fréttir Saksóknari: Mikilvægt að fá efnislega niðurstöðu í málið „Það er aldrei gaman að menn fái dóma, en það er ágætt að Héraðsdómur féllst á málatilbúnað okkar í þessu máli,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson, yfirmaður Efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. 9. desember 2009 10:35 Fyrrverandi starfsmenn Kaupþings dæmdir í 8 mánaða fangelsi Daníel Þórðarson sjóðsstjóri og Stefnir Ingi Agnarsson, verðbréfamiðlari hjá Kaupþingi, voru í morgun dæmdir í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. 9. desember 2009 09:23 Dómsniðurstaðan vonbrigði fyrir verjanda „Dómsniðurstaðan er vonbrigði og við erum að skoða hvort við áfrýjum," segir Hákon Þorsteinsson, lögmaður Stefnis Agnarssonar, fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá Kaupþingi. 9. desember 2009 14:29 Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Dómstólar virðast með dómnum vilja marka þáttaskil og senda sterk skilaboð út í þjóðfélagið. Þetta segir Jónatan Þórmundsson, sérfræðingur í refsirétti og fyrrverandi ríkissaksóknari, um 8 mánaða fangelsisdóm yfir tveimur fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Daníel Þórðarson og Stefni Agnarsson, fyrrverandi starfsmenn Kaupþings í 8 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í morgun fyrir markaðsmisnotkun. Brotið átti sér stað í byrjun árs 2008 en ríkislögreglustjóri gaf út ákæruna í febrúar á þessu ári. Mennirnir neituðu báðir sök við aðalmeðferð málsins. Jónatan Þórmundsson, sérfræðingur á sviði refsiréttar, segir dóminn koma honum þannig fyrir sjónir að hann sendi mjög sterk skilaboð út í þjóðfélagið. „Það svona virðist vera eins og það hafi haft nokkur áhrif hin mikla undiralda sem er í þjóðfélaginu." Með hliðsjón af öðrum sérrefsilagabrotum á sviði fjármunabrota sé algengt að dómar gangi út á sektir eða skilorðsdóma. Að hans mati er því um að ræða strangan dóm í þessu tilfelli. „Ég geri ráð fyrir því að dómurinn hafi þarna reynt að finna bil beggja og finna ákveðið jafnvægi á milli jafnréttissjónarmiða annars vegar og hins vegar þeirrar miklu nauðsynjar að taka föstum tökum þau fjármálabrot sem hafa leitt af bankahruninu," segir Jónatan. „Ég get ekki skilið þetta öðruvísi, þetta strangan og óskilorðsbundin dóm, en að dómstólar vilji strax í upphafi marka ákveðin þáttaskil og senda þessi skilaboð út í þjóðfélagið." Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar.
Tengdar fréttir Saksóknari: Mikilvægt að fá efnislega niðurstöðu í málið „Það er aldrei gaman að menn fái dóma, en það er ágætt að Héraðsdómur féllst á málatilbúnað okkar í þessu máli,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson, yfirmaður Efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. 9. desember 2009 10:35 Fyrrverandi starfsmenn Kaupþings dæmdir í 8 mánaða fangelsi Daníel Þórðarson sjóðsstjóri og Stefnir Ingi Agnarsson, verðbréfamiðlari hjá Kaupþingi, voru í morgun dæmdir í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. 9. desember 2009 09:23 Dómsniðurstaðan vonbrigði fyrir verjanda „Dómsniðurstaðan er vonbrigði og við erum að skoða hvort við áfrýjum," segir Hákon Þorsteinsson, lögmaður Stefnis Agnarssonar, fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá Kaupþingi. 9. desember 2009 14:29 Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Saksóknari: Mikilvægt að fá efnislega niðurstöðu í málið „Það er aldrei gaman að menn fái dóma, en það er ágætt að Héraðsdómur féllst á málatilbúnað okkar í þessu máli,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson, yfirmaður Efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. 9. desember 2009 10:35
Fyrrverandi starfsmenn Kaupþings dæmdir í 8 mánaða fangelsi Daníel Þórðarson sjóðsstjóri og Stefnir Ingi Agnarsson, verðbréfamiðlari hjá Kaupþingi, voru í morgun dæmdir í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. 9. desember 2009 09:23
Dómsniðurstaðan vonbrigði fyrir verjanda „Dómsniðurstaðan er vonbrigði og við erum að skoða hvort við áfrýjum," segir Hákon Þorsteinsson, lögmaður Stefnis Agnarssonar, fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá Kaupþingi. 9. desember 2009 14:29
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent