Erlent

Langflestum er synjað um hæli

Hælisleitendur í Frakklandi. Frakkar taka við flestum.nordicphotos/AFP
Hælisleitendur í Frakklandi. Frakkar taka við flestum.nordicphotos/AFP

Evrópusambandið hafnaði umsóknum 204 þúsund hælisleitenda á árinu 2008. Sama ár fengu 76 þúsund manns hæli í aðildarríkjum sambandsins.

Flestir þeirra fengu hæli í Frakklandi, eða 11.470 manns, en næst koma Þýskaland, Bretland, Ítalía og Svíþjóð. Fæstir fengu hins vegar hæli á Grikklandi, rétt um eitt prósent þeirra 30.915 sem sóttu um þar.

Flestir hælisleitandanna komu frá Írak, og fengu 16 þúsund þeirra hæli í aðildarríkjum sambandsins á árinu 2008.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×