Innlent

Framsóknarmenn vilja sekta auðmenn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Framsóknarflokkurinn vill sekta auðmenn neiti þeir að gefa upp óskattlagðar eignir erlendis. Framsóknarflokkurinn kynnti í gær tillögur sínar til að bregðast við fjárhagsvanda heimila og fyrirtækja.

Meðal þess sem flokkurinn leggur til er að auðmönnum verði boðið að gefa upp óskattlagðar eignir erlendis og greiða af þeim skatt. Um leið verður boðað til rannsóknar á eignum Íslendinga erlendis og þeir sem ekki gáfu upp skattskyldar eignir verða sektaðir.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að tillagana byggi á breskri og þýskri fyrirmynd.

,,Ríkisstjórnir þessara landa fóru að bjóða mönnum sem eru með óskattlagðar eignir erlendis að koma með þær heim og greiða þá af þeim skatt innan tiltekins frest en þeir sem ekki gerðu það þeir eru þá hugsanlega staðnir að verki og skattlagðir upp að 90% eða sektaðir umtalsvert."

Aðspurður sagði Sigmundur að erfitt væri að sjá hvar eignirnar séu. ,,En menn hafa verið að fikra sig lengra og lengra í þessu efni í Bandaríkjum og Evrópu. UBS bankinn þýski sem enginn hélt að myndi nokkru sinni gefa upp upplýsingar um þessi mál féllst á að gefa Bandaríkjamönnum upplýsingar um þessi mál þannig að þetta er þróunin."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×