Innlent

Skattabreytingar ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar

Steingrímur J. Sigfússon í pontu.
Steingrímur J. Sigfússon í pontu.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir skattabreytingar ekki vera á dagskrá ríkisstjórnarinnar af augljósum ástæðum. Ríkisstjórnin sitji í skamman tíma og fjárlög verði samþykkt í haust.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Steingrím hvort hann ætlaði að beita sér fyrir því að lagður verði á hátekjuskattur. Hún sagði áhyggjur sínar beinast að venjulegu fólki og hátekjuskattur sem lagður var af árið 2006 hafi verið vondu. Hún sagði skattinn hafi verið vinnuletjandi og bitnað á ungu fólki.

,,Áralöng óstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur leitt yfir þjóðina mikla efnahagshörmungar," sagði Steingrímur og bætti við að það muni koma niður á sameiginlegum sjóðum landsmanna. ,,Þessi reikningur er fallinn. Það er búið að leggja á þessa skatta." Þetta væri arfleið Sjálfstæðisflokksins.

Steingrímur sagði að það biði komandi ríkisstjórna að taka ákvarðanir um skattamál. Hann sagði jafnframt að verði hann ráðherra áfram muni hann beita sér fyrir því að það verði gert á félagslegan og sanngjarnan hátt. Marmiðið eigi að vera að hlífa þeim sem hafi lægstar tekjur.

Ragnheiður fagnaði því að ekki stæði til hækka skatta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×