Hlúum að fjársjóðnum 14. desember 2009 06:00 Gunnar Þór Jóhannesson, Stefán Pálsson og Helga Björnsdóttir skrifa um nýtt félag stundakennara á háskólastigi Háskóli Íslands er ein af lykilstofnunum íslensks samfélags. Þessi sannindi þreytast ráðamenn ekki á að rifja upp, í það minnsta á tyllidögum, og þau eru leiðarstefið í þriggja ára átaksverkefni Háskólans sem rektor kynnti á fullveldisdaginn 2008 undir yfirskriftinni „Fjársjóður til framtíðar“. Í ræðu sinni útskýrði Kristín Ingólfsdóttir að fjársjóðurinn væri í raun „sú auðlegð sem býr í öflugu starfsliði Háskóla Íslands“. Sjálfsagt er að taka undir þessu hlýju orð í garð starfsliðs Háskólans. Ekki er þar einungis um fastráðna starfsmenn að ræða, því eins og segir á bls. 85 í Árbók Háskólans 2008 er stór hluti kennslunnar við skólann „framlag lausráðinna stundakennara sem kenna samhliða starfi úti í atvinnulífinu“ eða alls 1.097 manns. Þá kemur fram að um 14% kennslunnar séu í höndum starfsmanna Háskólans annarra en fastráðinna kennara. Samkvæmt Árbókinni samsvarar stundakennsla alls 211 ársverkum aðjúnkta. (Hér er stundakennsla á vegum Menntavísindasviðs ekki meðtalin.) Af þessum tölum má glögglega sjá hversu mikilvægt framlag stundakennara er í starfi Háskólans og raunar vandséð hvernig stofnunin yrði rekin án þeirra. Ekki bera launakjör þess hóps þó með sér að vinnan sé metin að verðleikum. Flestir stundakennarar eru lausráðnir og fá greitt tímakaup, fastir starfsmenn stofnana Háskólans hafa þó fengið greidda yfirvinnu fyrir stundakennslu. Kaup og kjör þessa hóps eru einhliða ákveðin af Samráðsnefnd um kjaramál en í henni sitja lögfræðingur Háskóla Íslands, fjármálastjóri og einn akademískur starfsmaður. Stundakennarar eiga þar engan fulltrúa.Kröpp kjörSamráðsnefndin hefur ákveðið að frá og með 1. janúar 2009 fái lausráðinn stundakennari með meistaraprófsgráðu 1.655 krónur á tímann auk orlofs. Sá sem er með doktorspróf hækkar um heilar 299 krónur eða tæpar 60 krónur fyrir hvert ár umfram grunnnám.Stundakennarar við Háskóla Íslands eru fjölbreyttur hópur. Þegar hefur verið getið um starfsmenn rannsóknarstofnana skólans. Aðrir eru í aðalstarfi utan HÍ og koma inn sem gestakennarar, jafnvel aðeins í eina og eina kennslustund. Loks er svo hópur fólks sem hefur ekkert annað launað starf en stundakennslu. Oftast eru þetta framhaldsnemar við Háskóla Íslands eða sjálfstætt starfandi fræðimenn sem sinna oft mikilli stundakennslu eða frá einu og upp í jafnvel fjögur námskeið á misseri.Réttlaus hópurÞau laun sem Háskóli Íslands metur sæmandi að bjóða sérfræðingum fyrir kennslu á háskólastigi dæma sig sjálf. Alvarlegra mál er þó réttindaleysi þessa hóps. Háskóli Íslands borgar ekki stéttarfélagsgjöld og ekki launatengd gjöld í almenna sjóði stéttarfélaga af launum stundakennara. Það þýðir að þeir hafa engan veikindarétt og enga möguleika á að nýta sér þjónustu stéttarfélaga eins og styrktarsjóði, starfsmenntunarsjóði eða sjúkrasjóði. Það er því ekki fjarri lagi að segja að stundakennarar við Háskóla Íslands séu líkt og „stéttleysingjar“ og fari á mis við það sem yfirleitt eru talin sjálfsögð réttindi launafólks.Þann 4. nóvember 2009 var hagsmunafélag stundakennara á háskólastigi – HAGSTUND – stofnað. Nokkur undirbúningur liggur að baki stofnuninni en hlutverk félagsins er:1. Að efla samheldni og samvinnu meðal félagsmanna óháð sviðum og/eða námsbrautum háskólanna 2. Að vinna að bættum kjörum félagsmanna og gæta hagsmuna þeirra 3. Að bæta starfsskilyrði félagsmanna og auka gagnsæi og skilvirkni í samskiptum þeirra við háskólann 4. Að hafa samvinnu við kjarafélög háskólamanna, sérstaklega þau sem hafa rétt til samningsgerðar við háskólann 5. Að vera málsvari félagsmanna út á viðSkipuð hefur verið vinnustjórn, auk þess sem félagið hefur komið sér upp fréttasíðu þar sem fréttir og tilkynningar birtast ásamt greinum og öðrum gagnlegum upplýsingum. Slóðin er: http://www.kaninka.net/hagstund. Eru allir stundakennarar í íslenskum háskólum eindregið hvattir til að kynna sér félagið og ganga til liðs við kollega sína.Höfundar eru stundakennarar við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Gunnar Þór Jóhannesson, Stefán Pálsson og Helga Björnsdóttir skrifa um nýtt félag stundakennara á háskólastigi Háskóli Íslands er ein af lykilstofnunum íslensks samfélags. Þessi sannindi þreytast ráðamenn ekki á að rifja upp, í það minnsta á tyllidögum, og þau eru leiðarstefið í þriggja ára átaksverkefni Háskólans sem rektor kynnti á fullveldisdaginn 2008 undir yfirskriftinni „Fjársjóður til framtíðar“. Í ræðu sinni útskýrði Kristín Ingólfsdóttir að fjársjóðurinn væri í raun „sú auðlegð sem býr í öflugu starfsliði Háskóla Íslands“. Sjálfsagt er að taka undir þessu hlýju orð í garð starfsliðs Háskólans. Ekki er þar einungis um fastráðna starfsmenn að ræða, því eins og segir á bls. 85 í Árbók Háskólans 2008 er stór hluti kennslunnar við skólann „framlag lausráðinna stundakennara sem kenna samhliða starfi úti í atvinnulífinu“ eða alls 1.097 manns. Þá kemur fram að um 14% kennslunnar séu í höndum starfsmanna Háskólans annarra en fastráðinna kennara. Samkvæmt Árbókinni samsvarar stundakennsla alls 211 ársverkum aðjúnkta. (Hér er stundakennsla á vegum Menntavísindasviðs ekki meðtalin.) Af þessum tölum má glögglega sjá hversu mikilvægt framlag stundakennara er í starfi Háskólans og raunar vandséð hvernig stofnunin yrði rekin án þeirra. Ekki bera launakjör þess hóps þó með sér að vinnan sé metin að verðleikum. Flestir stundakennarar eru lausráðnir og fá greitt tímakaup, fastir starfsmenn stofnana Háskólans hafa þó fengið greidda yfirvinnu fyrir stundakennslu. Kaup og kjör þessa hóps eru einhliða ákveðin af Samráðsnefnd um kjaramál en í henni sitja lögfræðingur Háskóla Íslands, fjármálastjóri og einn akademískur starfsmaður. Stundakennarar eiga þar engan fulltrúa.Kröpp kjörSamráðsnefndin hefur ákveðið að frá og með 1. janúar 2009 fái lausráðinn stundakennari með meistaraprófsgráðu 1.655 krónur á tímann auk orlofs. Sá sem er með doktorspróf hækkar um heilar 299 krónur eða tæpar 60 krónur fyrir hvert ár umfram grunnnám.Stundakennarar við Háskóla Íslands eru fjölbreyttur hópur. Þegar hefur verið getið um starfsmenn rannsóknarstofnana skólans. Aðrir eru í aðalstarfi utan HÍ og koma inn sem gestakennarar, jafnvel aðeins í eina og eina kennslustund. Loks er svo hópur fólks sem hefur ekkert annað launað starf en stundakennslu. Oftast eru þetta framhaldsnemar við Háskóla Íslands eða sjálfstætt starfandi fræðimenn sem sinna oft mikilli stundakennslu eða frá einu og upp í jafnvel fjögur námskeið á misseri.Réttlaus hópurÞau laun sem Háskóli Íslands metur sæmandi að bjóða sérfræðingum fyrir kennslu á háskólastigi dæma sig sjálf. Alvarlegra mál er þó réttindaleysi þessa hóps. Háskóli Íslands borgar ekki stéttarfélagsgjöld og ekki launatengd gjöld í almenna sjóði stéttarfélaga af launum stundakennara. Það þýðir að þeir hafa engan veikindarétt og enga möguleika á að nýta sér þjónustu stéttarfélaga eins og styrktarsjóði, starfsmenntunarsjóði eða sjúkrasjóði. Það er því ekki fjarri lagi að segja að stundakennarar við Háskóla Íslands séu líkt og „stéttleysingjar“ og fari á mis við það sem yfirleitt eru talin sjálfsögð réttindi launafólks.Þann 4. nóvember 2009 var hagsmunafélag stundakennara á háskólastigi – HAGSTUND – stofnað. Nokkur undirbúningur liggur að baki stofnuninni en hlutverk félagsins er:1. Að efla samheldni og samvinnu meðal félagsmanna óháð sviðum og/eða námsbrautum háskólanna 2. Að vinna að bættum kjörum félagsmanna og gæta hagsmuna þeirra 3. Að bæta starfsskilyrði félagsmanna og auka gagnsæi og skilvirkni í samskiptum þeirra við háskólann 4. Að hafa samvinnu við kjarafélög háskólamanna, sérstaklega þau sem hafa rétt til samningsgerðar við háskólann 5. Að vera málsvari félagsmanna út á viðSkipuð hefur verið vinnustjórn, auk þess sem félagið hefur komið sér upp fréttasíðu þar sem fréttir og tilkynningar birtast ásamt greinum og öðrum gagnlegum upplýsingum. Slóðin er: http://www.kaninka.net/hagstund. Eru allir stundakennarar í íslenskum háskólum eindregið hvattir til að kynna sér félagið og ganga til liðs við kollega sína.Höfundar eru stundakennarar við Háskóla Íslands.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun