Friðarboðskapur eða ævintýri? 28. desember 2009 06:00 Anna Sigríður Pálsdóttir, Arnfríður Guðmundsdóttir, Baldur Kristjánsson, Hjalti Hugason, Pétur Pétursson, Sigrún Óskarsdóttir, Sigurður Árni Þórðarson og Sólveig Anna Bóasdóttir skrifa um jólin. Guðspjall jólanna er hápólítískt. Þar er ekki um að ræða einkamál heldur flytur það boðskap sem varðar allar manneskjur. Það varðar hvern einstakling og samfélagið í heild. Betlehem var hernumin borg. Var möguleiki á að þar væri staður til að finna frið á jörðu og velþóknun yfir mönnum? Guðspjallið er ekki einkamál af því að í því er talað um FRIÐ Á JÖRÐU. Friður á jörðu er FRIÐUR Á JÖRÐU, ekki aðeins innri friður. Það er því ekki einfalt að boða jólaguðspjallið þannig að það verði trúverðugt í kristinni kirkju og veraldlegu samfélagi. Kirkjan verður að taka raunverulegt ástand heimsins alvarlega eigi jólaguðspjallið að vera annað en ævintýri sem nærir viðkvæmar tilfinningar. Samfélagið þarfnast þess á hinn bóginn að einstaklingar finni innri frið. Á jólum og einmitt á jólum verðum við að þola óleystar deilur og megum ekki horfa fram hjá neyð annarra. Um leið þurfum við að huga að endurnæringu okkar sjálfra til að geta mætt kröfu kærleikans í gráum hverdeginum. — Þess vegna höldum við jól.Boð um að nálgast hið heilagaArnfríður GuðmundsdóttirJólaguðspjallið er boð um að nálgast það sem er heilagt. Það er óvíst að hirðarnir hafi verið sérlega trúaðir eða heimspekilega sinnaðir. Flest okkar eru lík þeim í því. Þeir eru af þeim sökum prýðilegir fulltrúar fyrir þrá okkar eftir félagslegu réttlæti og innri ró. Þeir eru fínir boðberar þess að það er mögulegt að upplifa frið mitt í erli hversdagsins þrátt fyrir þann óróleika sem við búum við.Það er ekki auðvelt að tala um frið á jörðu meðan borgarastyrjaldir og stríð geysa milli landa og trúarbragða. Í ár eru jól víða haldin í skugga fátæktar, ófriðar eða náttúruhamfara. Við höldum jól í framhaldi átaka á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þar er velmegun og minnkun útblásturs stillt upp sem andstæðum. Er það leið til að stuðla að friði á jörðu?Í krefjandi samtíma, mikilli vinnu eða atvinnuleysi, kröfum sem við gerum til okkar sjálfra eða kröfum sem gerðar eru til okkar heima og heiman þurfum við stað þar sem við getum notið friðar. Við þörfnumst kyrrðar, þar sem við finnum tómarúmið fyllast af einhverju sem er öðruvísi en allt annað. Þess friðar leitum við um jólin.Friður en ekki raunveruleikaflóttiBaldur KristjánssonFRIÐUR Á JÖRÐU verður að þýða friður á jörðu fyrir þau sem þjást en ekki meiri neysla fyrir þau sem þegar hafa alltof mikið. FRIÐUR Á JÖRÐU verður að þýða friður okkar hvert með öðru sem felst í góðri samvisku. Góð samviska fæst einungis með ástundun réttlætis og sanngirni í samskiptum fólks.Við getum með nokkrum sanni sagt að við séum hersetin þjóð og að við höfum verið það um skeið. Neysla og óhóf síðast liðinna ára hefur gert okkur valdalaus og ófrjáls.Geta jólin hjálpað okkur mitt í hruni efnahags og siðferðis? Geta þau hjálpað okkur að spyrja hvað það er sem skiptir máli og hvað boðskapurinn um FRIÐ Á JÖRÐU þýðir?Jólin felast í einfaldri frásögu, ævintýrablæ, jólasálmum, bænum, tækifæri til að gefa þeim sem mest þurfa á að halda. Við þörfnumst þessa tíma — ekki til að bæta fyrir allt sem miður hefur farið. Jólin vara einfaldlega ekki nógu lengi til þess. Við þurfum á hátíðinni að halda — ekki til að flýja raunveruleikann, heldur til þess að staldra við, hugleiða, þakka og sækja þrótt til að geta látið gott af okkur leiða.Við óskum lesendum friðsælla jóla! Höfundar eru guðfræðingar.Hjalti HugasonPétur PéturssonSigrún ÓskarsdóttirSigurður Árni ÞórðarsonSólveig AnnaBóasdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Orsakir vanda Rekja má ýmsar orsakir þess ástands sem nú ríkir í þjóðfélaginu. Því miður hafa bæði stjórnvöld og almenningur í gegnum tíðina hugsað mest um að fást við afleiðingar vandans í stað þess að athuga orsakirnar. Vinnan og umræður hafa oftar en ekki snúist um aukaatriði í stað aðalatriða. Þegar spurt er um ábyrgð bendir gjarnan hver á annan. Hér verða nokkur veigamikil atriði sem mega teljast helstu orsakavaldar óefnanna. 10. desember 2009 06:00 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Anna Sigríður Pálsdóttir, Arnfríður Guðmundsdóttir, Baldur Kristjánsson, Hjalti Hugason, Pétur Pétursson, Sigrún Óskarsdóttir, Sigurður Árni Þórðarson og Sólveig Anna Bóasdóttir skrifa um jólin. Guðspjall jólanna er hápólítískt. Þar er ekki um að ræða einkamál heldur flytur það boðskap sem varðar allar manneskjur. Það varðar hvern einstakling og samfélagið í heild. Betlehem var hernumin borg. Var möguleiki á að þar væri staður til að finna frið á jörðu og velþóknun yfir mönnum? Guðspjallið er ekki einkamál af því að í því er talað um FRIÐ Á JÖRÐU. Friður á jörðu er FRIÐUR Á JÖRÐU, ekki aðeins innri friður. Það er því ekki einfalt að boða jólaguðspjallið þannig að það verði trúverðugt í kristinni kirkju og veraldlegu samfélagi. Kirkjan verður að taka raunverulegt ástand heimsins alvarlega eigi jólaguðspjallið að vera annað en ævintýri sem nærir viðkvæmar tilfinningar. Samfélagið þarfnast þess á hinn bóginn að einstaklingar finni innri frið. Á jólum og einmitt á jólum verðum við að þola óleystar deilur og megum ekki horfa fram hjá neyð annarra. Um leið þurfum við að huga að endurnæringu okkar sjálfra til að geta mætt kröfu kærleikans í gráum hverdeginum. — Þess vegna höldum við jól.Boð um að nálgast hið heilagaArnfríður GuðmundsdóttirJólaguðspjallið er boð um að nálgast það sem er heilagt. Það er óvíst að hirðarnir hafi verið sérlega trúaðir eða heimspekilega sinnaðir. Flest okkar eru lík þeim í því. Þeir eru af þeim sökum prýðilegir fulltrúar fyrir þrá okkar eftir félagslegu réttlæti og innri ró. Þeir eru fínir boðberar þess að það er mögulegt að upplifa frið mitt í erli hversdagsins þrátt fyrir þann óróleika sem við búum við.Það er ekki auðvelt að tala um frið á jörðu meðan borgarastyrjaldir og stríð geysa milli landa og trúarbragða. Í ár eru jól víða haldin í skugga fátæktar, ófriðar eða náttúruhamfara. Við höldum jól í framhaldi átaka á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þar er velmegun og minnkun útblásturs stillt upp sem andstæðum. Er það leið til að stuðla að friði á jörðu?Í krefjandi samtíma, mikilli vinnu eða atvinnuleysi, kröfum sem við gerum til okkar sjálfra eða kröfum sem gerðar eru til okkar heima og heiman þurfum við stað þar sem við getum notið friðar. Við þörfnumst kyrrðar, þar sem við finnum tómarúmið fyllast af einhverju sem er öðruvísi en allt annað. Þess friðar leitum við um jólin.Friður en ekki raunveruleikaflóttiBaldur KristjánssonFRIÐUR Á JÖRÐU verður að þýða friður á jörðu fyrir þau sem þjást en ekki meiri neysla fyrir þau sem þegar hafa alltof mikið. FRIÐUR Á JÖRÐU verður að þýða friður okkar hvert með öðru sem felst í góðri samvisku. Góð samviska fæst einungis með ástundun réttlætis og sanngirni í samskiptum fólks.Við getum með nokkrum sanni sagt að við séum hersetin þjóð og að við höfum verið það um skeið. Neysla og óhóf síðast liðinna ára hefur gert okkur valdalaus og ófrjáls.Geta jólin hjálpað okkur mitt í hruni efnahags og siðferðis? Geta þau hjálpað okkur að spyrja hvað það er sem skiptir máli og hvað boðskapurinn um FRIÐ Á JÖRÐU þýðir?Jólin felast í einfaldri frásögu, ævintýrablæ, jólasálmum, bænum, tækifæri til að gefa þeim sem mest þurfa á að halda. Við þörfnumst þessa tíma — ekki til að bæta fyrir allt sem miður hefur farið. Jólin vara einfaldlega ekki nógu lengi til þess. Við þurfum á hátíðinni að halda — ekki til að flýja raunveruleikann, heldur til þess að staldra við, hugleiða, þakka og sækja þrótt til að geta látið gott af okkur leiða.Við óskum lesendum friðsælla jóla! Höfundar eru guðfræðingar.Hjalti HugasonPétur PéturssonSigrún ÓskarsdóttirSigurður Árni ÞórðarsonSólveig AnnaBóasdóttir
Orsakir vanda Rekja má ýmsar orsakir þess ástands sem nú ríkir í þjóðfélaginu. Því miður hafa bæði stjórnvöld og almenningur í gegnum tíðina hugsað mest um að fást við afleiðingar vandans í stað þess að athuga orsakirnar. Vinnan og umræður hafa oftar en ekki snúist um aukaatriði í stað aðalatriða. Þegar spurt er um ábyrgð bendir gjarnan hver á annan. Hér verða nokkur veigamikil atriði sem mega teljast helstu orsakavaldar óefnanna. 10. desember 2009 06:00
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar