Orsakir vanda 10. desember 2009 06:00 Rekja má ýmsar orsakir þess ástands sem nú ríkir í þjóðfélaginu. Því miður hafa bæði stjórnvöld og almenningur í gegnum tíðina hugsað mest um að fást við afleiðingar vandans í stað þess að athuga orsakirnar. Vinnan og umræður hafa oftar en ekki snúist um aukaatriði í stað aðalatriða. Þegar spurt er um ábyrgð bendir gjarnan hver á annan. Hér verða nokkur veigamikil atriði sem mega teljast helstu orsakavaldar óefnanna. Eftirlit og eftirlitsstofnanirStofnanir eins og Fjármálaeftirlitið, Samkeppniseftirlitið, Neytendastofa og Skattrannsóknarstjóri hafa oft reynst veikburða og máttlitlar og ekki nægilega sjálfstæðar og óháðar, jafnvel háðar pólitísku valdi. Það er með ólíkindum að viðskipti innherja og eigenda í bönkum hafi farið fram hjá Fjármálaeftirlitinu og stjórnvöldum. Þegar mál hafa svo verið tekin fyrir hefur rekstur þeirra tekið allt of langan tíma. Ágætar stofnanir eins og Samkeppniseftirlitið hafa tæpast nægan mannafla til að vinna í stærstu málunum. Af þeim sökum er ekki tími til að vinna fljótt og skilvirkt í ýmsum umfangsminni málum, sem þó eru mikilvæg til að stuðla að heilbrigðu viðskiptaumhverfi. Niðurskurður fjármagns til þessarar stofnunar er því ekki góðar fréttir. Dæmi um óheilbrigði viðskiptaumhverfisins í áranna rás er hve ótrúlega auðvelt það hefur verið fyrir fyrirtæki að skipta um rekstrarfélög og kennitölur og þannig sleppa við skuldir, sem þannig falla oft á skattgreiðendur. Þessir viðskiptaósiðir eiga að mínu áliti stóran þátt í þeim vanda sem þjóðfélagið stendur nú frammi fyrir. Óhætt er að fullyrða að fjöldi aðila hafi tekið þátt í viðskiptalífinu án þess að eiga þangað erindi. Mannauður og mannvalÍ hverju þjóðfélagi skiptir miklu að ráðið sé í stöður eftir hæfni einstaklinga s.s. menntun og reynslu, en ekki eftir öðrum, óskyldum viðmiðum. Mér er minnistætt að í brúðkaupsveislu á Indlandi snemma á árinu var ég spurður af þarlendum manni hvort það væri rétt sem hann hefði lesið að fjármálaráðherra Íslands væri dýralæknir? Það fannst honum merkileg frétt að ekki skyldi í það starf veljast maður með menntun á sviði fjármála og hagfræði. Í sömu stjórn var viðskiptaráðherra sagnfræðingur. Þeir sem hafa stjórnað ráðuneytum, bönkum og eftirlitsstofnunum hér á landi hafa oft ekki haft viðeigandi bakgrunn. Hið sama má líklega segja um fréttamenn sem reynt hafa að kryfja flókin viðskiptamál, að þá hafi vantað þá þekkingu sem til þurfti. Eign og áhrif hagsmunaaðila og gerenda á sömu miðlum hafa bersýnilega haft mjög skaðleg áhrif á alla umræðu. Menntun og fjármálalæsiÁ tímum uppsveiflunnar var almenningur ótrúlega auðvelt fórnarlamb bankanna þegar kom að óskynsamlegum lántökum. Auglýsingar bankanna voru oft villandi og þar má nefna margar auglýsingar um erlend lán árið 2007. Það er brýnt að grunnþekking fjármála sé hluti af námi bæði í grunnskólum og framhaldsskólum. Því miður ruglar margt fólk saman ýmsum hugtökum eins og t.d. nafnvöxtum og raunvöxtum. Í kjölfar auglýsinga og oft of mikillar efnishyggju hefur fólk svo tekið lán á fáránlegum kjörum. Kosningaslagorð Framsóknarflokksins á sínum tíma um 90% lán, hjá þjóð sem lengi hefur búið við vaxtaokur, eru einnig einn af orsakavöldum hér. VinnaLandsmenn voru lengi vel aldir upp við þann sannleik að Íslendingar væru svo ríkir, jafnvel sjötta ríkasta þjóð í heimi. Þá var ekki kafað bak við tölurnar og rýnt í skýringarnar sem eru meðal annars lengri vinnuvika en í flestum Evrópulöndum og atvinnuþátttakan er mest af löndum OECD. Þá er hlutfall kvenna á vinnumarkaði hátt og atvinnuþátttaka eldra fólks. Börn byrja fyrr að vinna hérlendis en í samanburðarlöndum og allmörg börn vinna með skóla, í fríum og svo framvegis. Þetta skýrir að miklu leyti ríkan hagvöxt undanfarin ár. Mikil vinna hefur því borið uppi lífskjörin, og til marks um það þjóðarþel má nefna orð eins og þrælduglegur, sem mér vitandi finnst ekki í tungumálum annarra þjóða. Önnur „þrælaorð" eru þrælskemmtilegur, þrælfyndinn og þrælgott. Ég vona svo sannarlega að þegar upp verður staðið verði hinn venjulegi launaþræll ekki einn um að taka ábyrgð sinna fjárhagslegu gjörða, heldur falli sú ábyrgð einnig á stjórnendur og eigendur banka og annarra fjármálafyrirtækja og stjórnmálamenn.Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Rekja má ýmsar orsakir þess ástands sem nú ríkir í þjóðfélaginu. Því miður hafa bæði stjórnvöld og almenningur í gegnum tíðina hugsað mest um að fást við afleiðingar vandans í stað þess að athuga orsakirnar. Vinnan og umræður hafa oftar en ekki snúist um aukaatriði í stað aðalatriða. Þegar spurt er um ábyrgð bendir gjarnan hver á annan. Hér verða nokkur veigamikil atriði sem mega teljast helstu orsakavaldar óefnanna. Eftirlit og eftirlitsstofnanirStofnanir eins og Fjármálaeftirlitið, Samkeppniseftirlitið, Neytendastofa og Skattrannsóknarstjóri hafa oft reynst veikburða og máttlitlar og ekki nægilega sjálfstæðar og óháðar, jafnvel háðar pólitísku valdi. Það er með ólíkindum að viðskipti innherja og eigenda í bönkum hafi farið fram hjá Fjármálaeftirlitinu og stjórnvöldum. Þegar mál hafa svo verið tekin fyrir hefur rekstur þeirra tekið allt of langan tíma. Ágætar stofnanir eins og Samkeppniseftirlitið hafa tæpast nægan mannafla til að vinna í stærstu málunum. Af þeim sökum er ekki tími til að vinna fljótt og skilvirkt í ýmsum umfangsminni málum, sem þó eru mikilvæg til að stuðla að heilbrigðu viðskiptaumhverfi. Niðurskurður fjármagns til þessarar stofnunar er því ekki góðar fréttir. Dæmi um óheilbrigði viðskiptaumhverfisins í áranna rás er hve ótrúlega auðvelt það hefur verið fyrir fyrirtæki að skipta um rekstrarfélög og kennitölur og þannig sleppa við skuldir, sem þannig falla oft á skattgreiðendur. Þessir viðskiptaósiðir eiga að mínu áliti stóran þátt í þeim vanda sem þjóðfélagið stendur nú frammi fyrir. Óhætt er að fullyrða að fjöldi aðila hafi tekið þátt í viðskiptalífinu án þess að eiga þangað erindi. Mannauður og mannvalÍ hverju þjóðfélagi skiptir miklu að ráðið sé í stöður eftir hæfni einstaklinga s.s. menntun og reynslu, en ekki eftir öðrum, óskyldum viðmiðum. Mér er minnistætt að í brúðkaupsveislu á Indlandi snemma á árinu var ég spurður af þarlendum manni hvort það væri rétt sem hann hefði lesið að fjármálaráðherra Íslands væri dýralæknir? Það fannst honum merkileg frétt að ekki skyldi í það starf veljast maður með menntun á sviði fjármála og hagfræði. Í sömu stjórn var viðskiptaráðherra sagnfræðingur. Þeir sem hafa stjórnað ráðuneytum, bönkum og eftirlitsstofnunum hér á landi hafa oft ekki haft viðeigandi bakgrunn. Hið sama má líklega segja um fréttamenn sem reynt hafa að kryfja flókin viðskiptamál, að þá hafi vantað þá þekkingu sem til þurfti. Eign og áhrif hagsmunaaðila og gerenda á sömu miðlum hafa bersýnilega haft mjög skaðleg áhrif á alla umræðu. Menntun og fjármálalæsiÁ tímum uppsveiflunnar var almenningur ótrúlega auðvelt fórnarlamb bankanna þegar kom að óskynsamlegum lántökum. Auglýsingar bankanna voru oft villandi og þar má nefna margar auglýsingar um erlend lán árið 2007. Það er brýnt að grunnþekking fjármála sé hluti af námi bæði í grunnskólum og framhaldsskólum. Því miður ruglar margt fólk saman ýmsum hugtökum eins og t.d. nafnvöxtum og raunvöxtum. Í kjölfar auglýsinga og oft of mikillar efnishyggju hefur fólk svo tekið lán á fáránlegum kjörum. Kosningaslagorð Framsóknarflokksins á sínum tíma um 90% lán, hjá þjóð sem lengi hefur búið við vaxtaokur, eru einnig einn af orsakavöldum hér. VinnaLandsmenn voru lengi vel aldir upp við þann sannleik að Íslendingar væru svo ríkir, jafnvel sjötta ríkasta þjóð í heimi. Þá var ekki kafað bak við tölurnar og rýnt í skýringarnar sem eru meðal annars lengri vinnuvika en í flestum Evrópulöndum og atvinnuþátttakan er mest af löndum OECD. Þá er hlutfall kvenna á vinnumarkaði hátt og atvinnuþátttaka eldra fólks. Börn byrja fyrr að vinna hérlendis en í samanburðarlöndum og allmörg börn vinna með skóla, í fríum og svo framvegis. Þetta skýrir að miklu leyti ríkan hagvöxt undanfarin ár. Mikil vinna hefur því borið uppi lífskjörin, og til marks um það þjóðarþel má nefna orð eins og þrælduglegur, sem mér vitandi finnst ekki í tungumálum annarra þjóða. Önnur „þrælaorð" eru þrælskemmtilegur, þrælfyndinn og þrælgott. Ég vona svo sannarlega að þegar upp verður staðið verði hinn venjulegi launaþræll ekki einn um að taka ábyrgð sinna fjárhagslegu gjörða, heldur falli sú ábyrgð einnig á stjórnendur og eigendur banka og annarra fjármálafyrirtækja og stjórnmálamenn.Höfundur er framkvæmdastjóri.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar