Innlent

Ungir framsóknarmenn á Akureyri styðja Höskuld

Höskuldur Þórhallsson nýtur stuðnings ungra framsóknarmanna á Akureyri.
Höskuldur Þórhallsson nýtur stuðnings ungra framsóknarmanna á Akureyri.
Ungir framsóknarmenn á Akureyri lýsa yfir fullum stuðningi við Höskuld Þórhallsson vegna seðlabankafrumvarpsins. Segja þeir að Höskuldur hafi marglýst því yfir að hann vilji breytingar á stjórn Seðlabankans en breytingar þær sem gerðar verði þurfi að ná tilskyldum árangri.

Svo virðist sem ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki hreinan skjöld í málinu og því er nauðsynlegt að sjá innihald skýrslunnar áður en frumvarpið verður afgreitt úr viðskiptanefnd. Þá segist stjórn ungra framsóknarmanna á Akureyri, FUFAN, lýsa yfir áhyggjum af framgöngu stjórnarflokkanna í málinu og velta upp þeirri spurningu hvað ríkisstjórnin óttist í skýrslu Evrópusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×