Erlent

Tuttugu fórust í sjálfsmorðsárás

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mynd/ AFP.
Mynd/ AFP.
Að minnsta kosti 20 manns létu lífið og tugir slösuðust þegar sjálfsmorðssprengja sprakk í göngu sjía múslima í Karachi í Pakistan í morgun.

Hundruð manna voru í göngunni þegar sprengjan sprakk. Þeir sem lifðu af beindu reiði sinni að öryggissveitum, blaðamönnum og sjúkraflutningamönnum.

Átta sjía múslimar létu lífið í Pakistan í gær. Nú er einn helgasti mánuður sjíta múslima Muharram, en þá minnast þeir andláts Múhameðs spámanns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×