Lífið

Aldrei fór ég suður í beinni

Frá blaðamannafundi þegar hátíðin var kynnt 4. apríl. Boðið var uppá plokkfisk á fundinum. Mynd/Valgarður Gíslason
Frá blaðamannafundi þegar hátíðin var kynnt 4. apríl. Boðið var uppá plokkfisk á fundinum. Mynd/Valgarður Gíslason
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hófst í gær. Þeir sem ekki eru staddir á Ísafirði geta fylgt með hátíðinni í gegnum vefsíðuna aldrei.is. „Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem að komast ekki vestur þetta árið, til að fylgjast með hátíðinni," segir Jón Þór Þorleifsson einn af skipuleggjendum hátíðarinnar.

„Undirbúningur gengur mjög vel og allir eru í svaka góðum fíling. Enn eitt árið hefur sannast að margar hendur vinna létt verk og er algerlega til fyrirmyndar hve bæjarbúar eru viljugir að bretta upp ermarnar og aðstoða við undirbúninginn," segir Jón Þór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.