Af hverju greiðsluverkfall? 10. október 2009 09:59 Í Fréttablaðinu þann 28. maí s.l. skrifaði undirritaður grein fyrir hönd Hagsmunasamtaka heimilanna undir fyrirsögninni „Er ábyrgðin heimilanna?" Í greininni voru lagðar fram tillögur til sáttar vegna skulda heimila. Í þessari grein verða tillögurnar ítrekaðar með frekari rökum.Erlendar skuldir bankanna (innlánsstofnana) Upplýsingar um erlendar skuldir bankanna hafa ekki verið uppfræðar á vef Seðlabankans frá 30. september 2008 af eðlilegum ástæðum. Því er stuðst við upplýsingar frá þeim tíma. Í september 2008 voru erlendar skuldir innlánssofnana 10.317 ma. kr. Þar af voru 7.412 ma. kr. í erlendum kröfum, útlánum og eignum erlendis. Þannig voru erlendar skuldir banka nettó gagnvart útlöndum í september 2008 2.905 ma. kr., sem er þá væntanlega sá gjaldeyrir sem bankarnir tók að láni erlendis og komu með til Íslands. Þegar rætt er um að erlendar skuldir þjóðarbúsins séu 240% af lands-framleiðslu eru þessar skuldir ekki meðtaldar. Þannig má ætla miðað við það sem AGS hefur sagt um þolmörk þjóðarbúsins til greiðslugetu á erlendum skuldum að þessar skuldir verða ekki greiddar.Skipting útlána innlánsstofnana Þegar rýnt er í skiptingu útlána innlánsstofnana á milli lána í krónum og gengistryggðra lán kemur í ljós að erlendar skuldir innlánsstofnana nettó samsvara nokkurn veginn gengistryggðum úlánum þeirra. Þannig má ætla að gengistryggð lán hafi verið fjármögnuð með þessum erlendu lántökum sem verða ekki greidd nema þá að hluta með skuldabréfum í íslenskum krónum í uppgjöri á milli nýju og gömlu bankanna eða þá með yfirtöku erlendra kröfuhafa á bönkunum.Eins og taflan sýnir eru gengistryggð lán 61% af útlánum innlánsstofnana miðað við stöðuna 30. september 2008. Það er mikil áhætta fyrir nýju bankana að vera með svo hátt hlutfall af útlánasafni sínu í gengistryggðum lánum, mikil gengisáhætta. Að sjálfsögðu skiptir miklu máli hvernig þessi útlánasöfn verða tekin yfir, þ.e.a.s. með hvað miklum afföllum nýju bankarnir taka þessi útlán yfir. Þannig gæti þetta hlutfall raskast. Engu að síður er áhætta bankanna mikil ef hátt hlutfall af útlánasafni þeirra er í gengistryggðum lánum. Það eru miklir hagsmunir fyrir bankana að breyta gengistryggðum útlánum í krónulán. Með því verður mikilli áhættu fyrir bankana eytt. Hagsmunirinr eru ekki síðri fyrir bankana eins og fyrir lántakendur. Gengið er út frá því að ekki hafi verið mikið um ný gengistryggð lán eftir 31. des. 2007. Ef það er rétt þá skýrist hækkun á gengistryggðum lánum frá 31. des. 2007 úr 1.558 ma. kr. í 2.963 ma. kr. 30. sept. 2008 eða um 1.405 ma. kr. svo til eingöngu af fallandi gengi krónunnar. Hvaða fyrirtæki og heimili geta tekið á sig slíka hækkun lána, eða um 90%? Skv. upplýsingum frá Seðlabankanum voru gengistryggð lán heimila í árslok 2008 315,4 ma kr, eða 10,6% af öllum gengistryggðum útlánum banka í september 2008.Sömuleiðis nema gengistryggð lán heimila ekki nema 22,4% af þeirri hækkun sem varð á gengistryggðum lánum frá árslokum 2007 til september 2008, sem stafaði svo til eingöngu af falli krónunnar. Hver er í raun vandinn við að leysa þennan skuldahluta heimilanna? Af framanrituðu má ljóst vera að nýju bankarnir hljóta að þurfa að knýja á um að gengistryggðum lánum verði breytt í í krónulán. Þannig eru hagsmunir þeirra ekki síðri en heimilanna og þar af leiðandi á að semja um það á milli kröfueigandans og skuldarans hvernig með þessi mál verði farið. Bankarnir geta ekki gert þetta einhliða. Því ítreka Hagsmunasamtök heimilanna tilboð sitt til sáttar um að gengistryggðum lánum verði breytt í krónulán miðað við það gengi sem var þegar viðkomandi lán var tekið. Þessi leiðrétting greiðist ekki úr ríkissjóði, þar sem lántökur bankanna, sem standa á bak við gengistryggð útlán þeirra, verða ekki greiddar nema þá að litlum hluta og þá í krónum.Ekki er hægt að ljúka umræðu um gengistryggð lán öðruvísi en að velta því fyrir sér hvað varð af þeim gjaldeyri sem stóð á bakvið þessi útlán, þ.e.a.s. erlendar skuldir innlánsstofnana nettó gagnvart útlöndum. Stór hluti gengistryggðra lána var ekki greiddur út í erlendri mynt heldur íslenkum krónum. Þetta hlýtur að vera rannsóknarefni því hér hefur skapast tækifæri fyrir ákveðna aðila með gjaldeyri. Er mögulegt t.d. að eigendur bankanna hafi fengið arð úr bönkunum greiddan með erlendum gjaldeyri, m.ö.o. notað íslenska lántakendur til að fjármagna arðgreiðslur í erlendri mynt. Ef svo er hvar eru þeir peningar? Þannig mætti áfram spyrja.Verðtrygging Það er löngu viðurkennt að það eru einkum tvær megin leiðir til afla tekna eða fjár. Annars vegar með vinnu og þá sem launamaður og svo hins vegar „að láta peningana vinna fyrir sig" eins og sagt er. Hvernig síðan peningarnir eru látnir vinna getur verið á margvíslegan hátt. Ein leið getur verið að kaupa sér fasteign til að búa í og þá jafnvel með lántöku. Ávinningurinn af því er að skapa sér eigið fé og hins vegar að hafa bústað til að búa í. Annað sparnaðarform getur verið að leggja peninga inn á verðtryggða bankabók eða kaupa verðtryggð skuldabréf o.s.frv. Nú þykir eðlilegt, í því ástandi sem nú er, að tekjur þeirra, sem afla tekna með vinnu, verði skertar. Hér er ekki verið að tala um stöðvun á hækkun launa heldur beinlínis lækkun launa. Nýverið hafa verið sett lög um lækkun launa hjá hópi opinberra strarfsmanna. Allt vegna efnahagsástandsins. Því skal ekki mótmælt að þetta þurfi að gera. Á sama tíma sem þetta gerist er margur launamaðurinn sem lagt hefur sinn sparnað í íbúðarhúsnæði búinn að tapa þeim sparnaði og gott betur.Eins og myndin hér að framan sýnir er jákvæð fylgni á milli vísitölu neysluverðs og vísitölu kaupmáttar fram til ársins 2007. Hins vegar er meira flökt í gengisvísitölunni. Eftir 2007 er neikvæði fylgni á milli vísitölu kaupmáttar annars vegar og hins vegar vísitölu neysluverðs og gengisvísitölu. Með öðrum orðum að þegar gengisvísitalan og vísitala neysluverðs hækka, þar með öll lán sem tengd eru þessum vísitölum, þá lækkar kaupmáttur launa á tímabilinu eftir 2007. Þannig fæst minna fyrir sömu laun í dag og fyrir ári síðan. Það er ekki einungis það sem er að gerast hjá hinum almenna launamanni heldur eru launin einnig að lækka og fólk að missa vinnuna. Við þessa stöðu er það stefna stjórnvalda að hinn almenn launamaður skuli bera alla hækkun á lánum sem eru verðtryggð og/eða gengistryggð. Það er mat greinahöfundar að vísitala neysluverðs sé ekki að mæla rétt neyslumynstur eins og það er í dag. Vísitala neysluverðs hefur svo til eingöngu hækkað að undanförnu vegna gengisfall krónunnar. Á sama tíma dregst innflutningur verulega saman og eftirspurn eftir innlendum vörum eykst. Hefur verið tekið tillit til þess við mælingu á vísitölu neysluverðs? Fólk er ekki með sömu vöru í innkaupakröfunni í dag og það var með fyrir tveimur árum síðan, sem ætti að hafa áhrif á vísitöluna. Einnig er ljóst að vísitala neysluverðs nú er að hækka m.a. vegna efnahagshruns á Íslandi, sem getur ekki réttlæt hækkun á höfuðstól lána heimila og fyrirtækja. Er eðlilegt að þegar útsölur hætta þá leiðir það til hækkunar á verðtryggðum lánum? Er eðlilegt að þegar ríkisstjórnin hækkar álögur vegna stöðu ríkissjóðs í dag að þá hækki lán landsmanna? Það hlýtur að teljast eðlilegt að vísitala neysluverðs verði tekin til endurskoðunar og hún leiðrétt eða jafnvel tekin úr sambandi a.m.k. tímabundið. Ef slík ákvörðun verður tekin kemur það til með að virka bæði á innlán og útlán. Einnig á verðtryggð skuldabréf sem Íbúðalánasjóður hefur selt. Verði þessi leið farin lendir kostnaður ekki á ríkissjóði. Höfuðstóll innistæðueiganda minnkar ekki, heldur dregur úr ávöxtuninni. Á síðustu 12 mánuðum hefur vísitala neysluverðs hækkað um 11%, þar af leiðandi hafa verðtryggð lán hækkað sem því nemur á þeim tíma. Á sama tíma hafa laun lækkað, kaupmáttur dregist saman og atvinnuleysi farið úr 3,1% á öðrum ársfjórðungi 2008 í 9,1% í sama ársfjórðungi 2009.Tillaga Hagsmunasamtaka heimilanna til sáttar ítekuð Með vísan til framanritaðs vilja Hagsmunasamtök heimila ítreka tillögur sínar um að komið verð til móts við heimili og fyrirtæki í landinu: 1. Gengistryggðum lánum verði breytt í verðtryggð lán miðað við það gengi sem var þegar viðkomandi lán var tekið. 2. Vísitala neysluverðs verði leiðrétt. 3. Þak verði sett á verðtryggingu þar til varanleg lausn finnst í lánamálum landsmanna. Verði farið að þessum tillögum mun fjölda heimila og fyrirtækja verða forðað frá gjaldþroti og það mun leiða til þess að hjól atvinnulífsins fari að snúast að nýju. Hér skiptir tíminn miklu máli. Fyrir hönd Hagsmunasamtaka heimilanna, Haraldur L. Haraldsson, hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu þann 28. maí s.l. skrifaði undirritaður grein fyrir hönd Hagsmunasamtaka heimilanna undir fyrirsögninni „Er ábyrgðin heimilanna?" Í greininni voru lagðar fram tillögur til sáttar vegna skulda heimila. Í þessari grein verða tillögurnar ítrekaðar með frekari rökum.Erlendar skuldir bankanna (innlánsstofnana) Upplýsingar um erlendar skuldir bankanna hafa ekki verið uppfræðar á vef Seðlabankans frá 30. september 2008 af eðlilegum ástæðum. Því er stuðst við upplýsingar frá þeim tíma. Í september 2008 voru erlendar skuldir innlánssofnana 10.317 ma. kr. Þar af voru 7.412 ma. kr. í erlendum kröfum, útlánum og eignum erlendis. Þannig voru erlendar skuldir banka nettó gagnvart útlöndum í september 2008 2.905 ma. kr., sem er þá væntanlega sá gjaldeyrir sem bankarnir tók að láni erlendis og komu með til Íslands. Þegar rætt er um að erlendar skuldir þjóðarbúsins séu 240% af lands-framleiðslu eru þessar skuldir ekki meðtaldar. Þannig má ætla miðað við það sem AGS hefur sagt um þolmörk þjóðarbúsins til greiðslugetu á erlendum skuldum að þessar skuldir verða ekki greiddar.Skipting útlána innlánsstofnana Þegar rýnt er í skiptingu útlána innlánsstofnana á milli lána í krónum og gengistryggðra lán kemur í ljós að erlendar skuldir innlánsstofnana nettó samsvara nokkurn veginn gengistryggðum úlánum þeirra. Þannig má ætla að gengistryggð lán hafi verið fjármögnuð með þessum erlendu lántökum sem verða ekki greidd nema þá að hluta með skuldabréfum í íslenskum krónum í uppgjöri á milli nýju og gömlu bankanna eða þá með yfirtöku erlendra kröfuhafa á bönkunum.Eins og taflan sýnir eru gengistryggð lán 61% af útlánum innlánsstofnana miðað við stöðuna 30. september 2008. Það er mikil áhætta fyrir nýju bankana að vera með svo hátt hlutfall af útlánasafni sínu í gengistryggðum lánum, mikil gengisáhætta. Að sjálfsögðu skiptir miklu máli hvernig þessi útlánasöfn verða tekin yfir, þ.e.a.s. með hvað miklum afföllum nýju bankarnir taka þessi útlán yfir. Þannig gæti þetta hlutfall raskast. Engu að síður er áhætta bankanna mikil ef hátt hlutfall af útlánasafni þeirra er í gengistryggðum lánum. Það eru miklir hagsmunir fyrir bankana að breyta gengistryggðum útlánum í krónulán. Með því verður mikilli áhættu fyrir bankana eytt. Hagsmunirinr eru ekki síðri fyrir bankana eins og fyrir lántakendur. Gengið er út frá því að ekki hafi verið mikið um ný gengistryggð lán eftir 31. des. 2007. Ef það er rétt þá skýrist hækkun á gengistryggðum lánum frá 31. des. 2007 úr 1.558 ma. kr. í 2.963 ma. kr. 30. sept. 2008 eða um 1.405 ma. kr. svo til eingöngu af fallandi gengi krónunnar. Hvaða fyrirtæki og heimili geta tekið á sig slíka hækkun lána, eða um 90%? Skv. upplýsingum frá Seðlabankanum voru gengistryggð lán heimila í árslok 2008 315,4 ma kr, eða 10,6% af öllum gengistryggðum útlánum banka í september 2008.Sömuleiðis nema gengistryggð lán heimila ekki nema 22,4% af þeirri hækkun sem varð á gengistryggðum lánum frá árslokum 2007 til september 2008, sem stafaði svo til eingöngu af falli krónunnar. Hver er í raun vandinn við að leysa þennan skuldahluta heimilanna? Af framanrituðu má ljóst vera að nýju bankarnir hljóta að þurfa að knýja á um að gengistryggðum lánum verði breytt í í krónulán. Þannig eru hagsmunir þeirra ekki síðri en heimilanna og þar af leiðandi á að semja um það á milli kröfueigandans og skuldarans hvernig með þessi mál verði farið. Bankarnir geta ekki gert þetta einhliða. Því ítreka Hagsmunasamtök heimilanna tilboð sitt til sáttar um að gengistryggðum lánum verði breytt í krónulán miðað við það gengi sem var þegar viðkomandi lán var tekið. Þessi leiðrétting greiðist ekki úr ríkissjóði, þar sem lántökur bankanna, sem standa á bak við gengistryggð útlán þeirra, verða ekki greiddar nema þá að litlum hluta og þá í krónum.Ekki er hægt að ljúka umræðu um gengistryggð lán öðruvísi en að velta því fyrir sér hvað varð af þeim gjaldeyri sem stóð á bakvið þessi útlán, þ.e.a.s. erlendar skuldir innlánsstofnana nettó gagnvart útlöndum. Stór hluti gengistryggðra lána var ekki greiddur út í erlendri mynt heldur íslenkum krónum. Þetta hlýtur að vera rannsóknarefni því hér hefur skapast tækifæri fyrir ákveðna aðila með gjaldeyri. Er mögulegt t.d. að eigendur bankanna hafi fengið arð úr bönkunum greiddan með erlendum gjaldeyri, m.ö.o. notað íslenska lántakendur til að fjármagna arðgreiðslur í erlendri mynt. Ef svo er hvar eru þeir peningar? Þannig mætti áfram spyrja.Verðtrygging Það er löngu viðurkennt að það eru einkum tvær megin leiðir til afla tekna eða fjár. Annars vegar með vinnu og þá sem launamaður og svo hins vegar „að láta peningana vinna fyrir sig" eins og sagt er. Hvernig síðan peningarnir eru látnir vinna getur verið á margvíslegan hátt. Ein leið getur verið að kaupa sér fasteign til að búa í og þá jafnvel með lántöku. Ávinningurinn af því er að skapa sér eigið fé og hins vegar að hafa bústað til að búa í. Annað sparnaðarform getur verið að leggja peninga inn á verðtryggða bankabók eða kaupa verðtryggð skuldabréf o.s.frv. Nú þykir eðlilegt, í því ástandi sem nú er, að tekjur þeirra, sem afla tekna með vinnu, verði skertar. Hér er ekki verið að tala um stöðvun á hækkun launa heldur beinlínis lækkun launa. Nýverið hafa verið sett lög um lækkun launa hjá hópi opinberra strarfsmanna. Allt vegna efnahagsástandsins. Því skal ekki mótmælt að þetta þurfi að gera. Á sama tíma sem þetta gerist er margur launamaðurinn sem lagt hefur sinn sparnað í íbúðarhúsnæði búinn að tapa þeim sparnaði og gott betur.Eins og myndin hér að framan sýnir er jákvæð fylgni á milli vísitölu neysluverðs og vísitölu kaupmáttar fram til ársins 2007. Hins vegar er meira flökt í gengisvísitölunni. Eftir 2007 er neikvæði fylgni á milli vísitölu kaupmáttar annars vegar og hins vegar vísitölu neysluverðs og gengisvísitölu. Með öðrum orðum að þegar gengisvísitalan og vísitala neysluverðs hækka, þar með öll lán sem tengd eru þessum vísitölum, þá lækkar kaupmáttur launa á tímabilinu eftir 2007. Þannig fæst minna fyrir sömu laun í dag og fyrir ári síðan. Það er ekki einungis það sem er að gerast hjá hinum almenna launamanni heldur eru launin einnig að lækka og fólk að missa vinnuna. Við þessa stöðu er það stefna stjórnvalda að hinn almenn launamaður skuli bera alla hækkun á lánum sem eru verðtryggð og/eða gengistryggð. Það er mat greinahöfundar að vísitala neysluverðs sé ekki að mæla rétt neyslumynstur eins og það er í dag. Vísitala neysluverðs hefur svo til eingöngu hækkað að undanförnu vegna gengisfall krónunnar. Á sama tíma dregst innflutningur verulega saman og eftirspurn eftir innlendum vörum eykst. Hefur verið tekið tillit til þess við mælingu á vísitölu neysluverðs? Fólk er ekki með sömu vöru í innkaupakröfunni í dag og það var með fyrir tveimur árum síðan, sem ætti að hafa áhrif á vísitöluna. Einnig er ljóst að vísitala neysluverðs nú er að hækka m.a. vegna efnahagshruns á Íslandi, sem getur ekki réttlæt hækkun á höfuðstól lána heimila og fyrirtækja. Er eðlilegt að þegar útsölur hætta þá leiðir það til hækkunar á verðtryggðum lánum? Er eðlilegt að þegar ríkisstjórnin hækkar álögur vegna stöðu ríkissjóðs í dag að þá hækki lán landsmanna? Það hlýtur að teljast eðlilegt að vísitala neysluverðs verði tekin til endurskoðunar og hún leiðrétt eða jafnvel tekin úr sambandi a.m.k. tímabundið. Ef slík ákvörðun verður tekin kemur það til með að virka bæði á innlán og útlán. Einnig á verðtryggð skuldabréf sem Íbúðalánasjóður hefur selt. Verði þessi leið farin lendir kostnaður ekki á ríkissjóði. Höfuðstóll innistæðueiganda minnkar ekki, heldur dregur úr ávöxtuninni. Á síðustu 12 mánuðum hefur vísitala neysluverðs hækkað um 11%, þar af leiðandi hafa verðtryggð lán hækkað sem því nemur á þeim tíma. Á sama tíma hafa laun lækkað, kaupmáttur dregist saman og atvinnuleysi farið úr 3,1% á öðrum ársfjórðungi 2008 í 9,1% í sama ársfjórðungi 2009.Tillaga Hagsmunasamtaka heimilanna til sáttar ítekuð Með vísan til framanritaðs vilja Hagsmunasamtök heimila ítreka tillögur sínar um að komið verð til móts við heimili og fyrirtæki í landinu: 1. Gengistryggðum lánum verði breytt í verðtryggð lán miðað við það gengi sem var þegar viðkomandi lán var tekið. 2. Vísitala neysluverðs verði leiðrétt. 3. Þak verði sett á verðtryggingu þar til varanleg lausn finnst í lánamálum landsmanna. Verði farið að þessum tillögum mun fjölda heimila og fyrirtækja verða forðað frá gjaldþroti og það mun leiða til þess að hjól atvinnulífsins fari að snúast að nýju. Hér skiptir tíminn miklu máli. Fyrir hönd Hagsmunasamtaka heimilanna, Haraldur L. Haraldsson, hagfræðingur
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar