Erlent

Síðasta æfing Jacksons - myndband

Michael Jackson
Michael Jackson

Myndskeið af síðustu æfingu Michael Jackson fyrir Lundúna túrinn hefur verið gert opinbert. Á myndbandinu, sem tekið er upp tveimur dögum fyrir andlát Jacksons, virðist hann gríðarlega sprækur og dansar af sinni alkunnu snilld.

Rödd konungsins virðist kröftug þar sem hann flytur nokkra af sínum frægustu slögurum. Þá hefur því einnig verið haldið fram að hann hafi verið kátur og hann hafi grínast við dansarana meðan á æfunginni stóð en hún varði í níutíu mínútur og var lokið um miðnætti.

Jackson var að æfa fyrir 50 tónleika röð sem fara átti fram í O2 höllinni í London.

Vinur Jacksons, Uri Geller, segir að myndbandið veki upp spurningar hvað hefur orðið til þess að poppkonungnum hrakaði svona snögglega.

„Spurningin er: Hvað gerðist frá þessum tímapunkti fram að andlátinu?" sagði Uri.

Myndbandið má sjá hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×