Enski boltinn

Ipswich búið að reka Jim Magilton

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jim Magilton, fyrrum stjóri Ipswich Town.
Jim Magilton, fyrrum stjóri Ipswich Town. Mynd/GettyImages

Enska b-deildarliðið Ipswich Town hefur rekið stjóra sinn Jim Magilton en liðið á ekki möguleika lengur að komast inn í úrslitakeppnina um sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Jim Magilton er 39 ára gamall og fyrrum leikmaður Ipswich og norður-írska landsliðsins. Hann er á síðu þriðja ári með liðið en undir hans stjórn hefur Ipswich aldrei komist ofar en í 8. sætið. John Gorman, aðstoðarmaður Magilton, var einnig látinn fara.

„Jim hefur mikla ástríðu fyrir félaginu en því miður hefur hann ekki náð þeim árangri með liðið sem ég og hann bjuggumst við," sagði Marcus Evans eigandi Ipswich Town á heimasíðu félagins.

Ipswich Town er í 9. - 11. sæti ensku b-deildarinnar með 60s stig alveg eins og Bristol City og QPR. Síðasta liðið inn í úrslitakeppnina er Burnley sem er með tólf stigum meira þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×