Viðskipti innlent

Félag í eigu varaþingmanns tekið til gjaldþrotaskipta

Dögg Pálsdóttir, lögmaður og varaþingmaður.
Dögg Pálsdóttir, lögmaður og varaþingmaður.

Insolidum ehf., sem er í eigu Daggar Pálsdóttur, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, og Ágústar Páls Ólafssonar, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta, samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur.

Saga Capital krafðist þess að bú Insolidum yrði tekið til gjaldþrotaskipta vegna gjaldfallinnar skuldar að upphæð 335 milljónir króna. Sú skuld var tilkomin vegna láns sem Insolidum hafði slegið vegna kaupa á stofnfjárbréfum í SPRON.

Saga Capital hafði áður farið fram á öll hlutabréf í Insolidum vegna skuldarinnar en á það féllust héraðsdómur og Hæstiréttur ekki. Því var þessi leið farin af hálfu Saga Capaital. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×