Innlent

Kynnir aðgerðir þrátt fyrir óvissuástand

Árni Páll Árnason
Árni Páll Árnason
Árni Páll Árnason félags- og tryggingarmálaráðherra mun halda blaðamannafund klukkan 16:00 í dag þar sem hann fer yfir endurskipulagningu á skuldum heimilanna en þar verða þær aðgerðir kynntar sem boðaðar hafa verið til að létta skuldir heimilanna.

Auk Árna Páls verða þau Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra og Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra á fundinum.

Athygli vekur að Samfylkingin hefur boðað þingflokksfund á sama tíma og síðan ætlar ríkisstjórnin að funda klukkan 18:00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×