Innlent

Borgin vill endurkoðun á leigusamningi vegna Höfðatorgs

Sóley Tómasdóttir er fulltrúi VG í nefndinni.
Sóley Tómasdóttir er fulltrúi VG í nefndinni.
Framkvæmda- og eignaráð Reykjavíkurborgar samþykkti í dag tillögu fulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingarinnar um að óska eftir viðræðum við Höfðatorg um endurskoðun á leigusamningi vegna húseignarinnar við Borgartún 12-14. Tillagan var lögð fram í kjölfar upplýsinga sem fram komu á fundinum um samninginn um að mánaðargreiðslur til leigusala væru 3.000 krónur á fermetra, eða 38,2 milljónir á mánuð, en samkvæmt upplýsingum frá Sóleyju Tómasdóttur, fulltrúa VG í ráðinu, var í upphaflegum samningi gert ráð fyrir að greiddar yrðu 1.850 krónur fyrir fermetrann. Hækkunin er fyrst og fremst til komin vegna hækkunar á byggingarvísitölu.

„Nú, þegar við blasir stórkostlegur niðurskurður á öllum sviðum borgarinnar og laun starfsfólks eru til endurskoðunar á sama tíma og verslunar- og skrifstofuhúsnæði stendur autt víðsvegar um borgina, er brýnt að endurskoða hvernig rekstur borgarinnar verði hýstur með sem hagkvæmustum hætti. Því er mikilvægt að samningur við Höfðatorg ehf um Höfðatorg verði tekinn til gagngerrar endurskoðunar með það að markmiði að draga úr kostnaði," segir Sóley Tómasdóttir, fulltrúi VG í ráðinu, í tilkynningu sem hún sendi fjölmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×