Innlent

Mótmæltu hreppaflutningum á Akureyri

Ríflega 270 manns tóku þátt í mótmælagöngu gegn hreppaflutningum á gamla fólkinu á Akureyri í dag. Gengið var frá Samkomuhúsinu niður á Ráðhústorg. Rósa Eggertsdóttir og Edward Huijbens töluðu, og eftir að tókust mótmælendur í hendur og hugleiddu réttlæti.

Edward sagði meðal annars að mótmæli snúast ekki um að rífa niður heldur séu þau leið til að vekja von og efla samstöðu. Krafan um að ráðamenn taki ábyrgð sé krafa í þágu samfélagsins en ekki hugsuð til að sundra því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×