Innlent

Seðlabankafrumvarp afgreitt úr nefnd

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram skömmu eftir að hún tók við embætti.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram skömmu eftir að hún tók við embætti.
Frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnskipulagi Seðlabanka Íslands var afgreitt frá viðskiptanefnd Alþingis í kvöld með einni breytingartillögu.

Breytingartillagana kemur frá fulltrúum Samfylkingar, VG og Framsóknarflokks. Í henni felst að peningastefnunefnd getur gefið út viðvörun um ástand í efnahagsmálum.

Þriðja og síðasta umræða um frumvarpið fer fram á Alþingi á morgun og verður þá frumvarpið væntanlega afgreitt sem lög.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×