Umræða á villistigum 25. febrúar 2009 06:00 Auðvitað á fólk að láta í ljós óánægju sína með mótmælum, síst hef ég á móti því. En mér finnst að umræðan á mótmælavettvanginum hafi lent átakanlega á villistigum og farið að snúast í sífelldri endurtekningu um allt annað en kjarna málsins. Þessi grein er tilraun til að beina umræðunni inn á brautir sem eru vænlegri til árangurs. LýðræðiskrafanMikið hefur borið á kröfum um meira og beinna lýðræði, og margir hafa látið eins og efnahagslegar ófarir okkar Íslendinga stafi af því að almenningur hafi ekki fengið að ráða. Því miður er þetta ekki rétt. Hugsum okkur að á árið 2007 hefði verið efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um útrásina, hvort ætti að halda henni áfram eða leggja bönd á hana: „Vilt þú að frelsi íslensku bankanna til að stofna innlánsreikninga í útlöndum verði takmarkað?" „Vilt þú að lántökur og fasteignakaup íslenskra fyrirtækja erlendis verði stöðvuð?" „Vilt þú að ríkisvaldið leggi meiri hömlur á starf íslenskra fjármálafyrirtækja?" Við vitum, bara af því að við munum hvernig fólk talaði, að yfirgnæfandi hluti kjósenda hefði svarað öllum þessum spurningum neitandi. Útrásin hefði fengið ótvíræða traustsyfirlýsingu hjá þjóðinni. Beint lýðræði hefði engu bjargað.Talsvert ber líka á því að óánægða fólkið sé tilbúið að ganga nokkuð á lýðræðið í von um að finna „rétta" leið út úr vandanum eða hefna sín á þeim sem er kennt um ófarirnar. Í haust hlustaði ég í útvarpi á hóp af gáfuðu fólki af báðum kynjum vera sammála um að nú ætti að fela konum einum að stjórna landinu. Það virtist ekki þvælast neitt fyrir þessu fólki að svipta helminginn af þjóðinni réttinum til að taka þátt í stjórnmálum og varpa ábyrgðinni af sérdrægni og óstjórn nokkurra tuga eða hundraða karlmanna á alla kynbræður þeirra. Líka hefur heyrst að lausnin væri að gera embættismenn og sérfræðinga óháðari pólitískum valdhöfum. Sem gæti vel orðið til góðs, en yki vissulega ekki lýðræði. Nokkurra hundruða manna samkomur hér í Reykjavík hafa krafist þess að vera teknar gildar sem fulltrúar allrar þjóðarinanr. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir benti kurteislega á að einstaklingur á fundi gæti ekki talað fyrir þjóðina alla, jafnvel þótt hann virtist hafa þúsund manna fund á bak við sig, og hefur henni verið legið ótrúlega mikið á hálsi fyrir að nefna þessa augljósu staðreynd.Fulltrúalýðræðið er lýðræði okkar Vesturlandabúa, þróað hægfara síðan á miðöldum. Það er langt frá því að vera fullkomið og getur gert reginskyssur eins og þá sem við súpum nú af seyðið. En ég held að við ættum að minnsta kosti að prófa að tala okkur í átt til lausnar innan þess í stað þess að einblína á að hafna því fyrir eitthvað sem við vitum lítið hvert kann að leiða.StjórnarskrárvillanEitt afbrigðið af villigötu leitarinnar að betra lýðræði er krafan um nýja stjórnarskrá. Þar ber mest á kröfu um þrískiptingu ríkisvaldsins, einkum að löggjafarvaldið verði óháðara framkvæmdarvaldinu, ráðherravaldið minna. Allt er þetta reist á furðumiklum misskilningi. Kenningin um að ríkisvaldið eigi að skiptast á þrjá aðila sem séu óháðir hver öðrum er sprottin upp í konungsríkjum þar sem framkvæmdarvaldið var ólýðræðislegt, í höndum konungs og ráðgjafa hans. Þar var það lýðræðiskrafa að löggjafarvaldið yrði sem óháðast þessu arfgenga valdi. (Um þriðja þátt ríkisvaldsins, dómsvaldið, þurfum við ekki að ræða hér. Flestir munu sammála um að það eigi að vera sem óháðast.) Bandaríki Norður-Ameríku urðu til sem lýðveldi meðan konungar voru enn einvaldir í Evrópu. Þau tóku upp kenninguna um skiptingu ríkisvaldsins og fengu þannig tvö (sæmilega) lýðræðisleg stjórnkerfi hlið við hlið, annars vegar forseta með ráðherra sína, hins vegar löggjafarþing. Þetta hefur alltaf verið hálfgert klúður; nú fyrir skemmstu höfum við heyrt í fréttum hvernig Obama forseti hefur þurft að semja við þingið um að koma í gegn tillögum um brýnar úrbætur í efnahagsmálum Bandaríkjanna.Evrópuríki fóru flest aðra leið og tóku upp þingræði að fyrirmynd Breta. Þeir sem áður voru ráðgjafar konunga urðu nú ráðherrar í ríkisstjórnum, í raun valdir af löggjafarþinginu og sífellt háðir því að njóta trausts þess. Þingið getur því haft gersamlega öll völd sem það vill gagnvart framkvæmdarvaldinu. Það getur rekið ráðherrana og valið sér nýja. Það getur breytt lagafrumvörpum stjórnarinnar eins og því sýnist, einnig fjárlögum sem ráða mestu um framkvæmdir ríkisins. Ef ráðherrarnir ráða er það af því að meirihluti þingsins vill hafa það þannig og kann engin betri ráð. Kenningin um þrískiptingu ríkisvaldsins er því úrelt hjá okkur, og ég sé engar líkur til að það mundi leiða til góðs að taka hana upp.FlokkavillanAð hluta til snýst krafan um nýja stjórnskipun um það að afnema vald stjórnmálaflokkanna, og þá er oft talað um flokkana eins og þeir eigi allir jafna sök. Aðeins einn mann (Árna Bergmann í Víðsjá 30. janúar) hef ég heyrt benda á að það er langt frá því að flokkaveldið hafi leitt okkur út í þær ógöngur sem við erum í núna. Þvert á móti leiddi þær af því að stjórnmálaflokkarnir afsöluðu sér valdi yfir stofnunum eins og ríkisbönkunum, seldu þá og létu markaðsöflum eftir að stýra þeim út í skuldafenið.En voru það ekki flokkarnir sem gerðu þetta? Ekki allir. Það var umfram allt Sjálfstæðisflokkurinn með hjálp hagsmunaklíku sem kallaði sig Framsóknarflokk. Vissulega gekk Samfylkingin af furðumikilli einfeldni inn í þetta þrotabú nýfrjálshyggjunnar árið 2007, þegar Framsókn þótti ekki nothæfur lengur. En kjarni málsins er samt sá að það var Sjálfstæðisflokkurinn og stefna hans sem stýrði út í ófæruna.Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki aðeins farið með stjórn Íslands í 18 ár heldur í rúm 64, síðan hann myndaði Nýsköpunarstjórnina haustið 1944. Þótt stundum hafi starfað án þátttöku hans svokallaðar vinstristjórnir í allt að þrjú ár í senn komu þær sjaldnast nokkru til leiðar og hugsuðu oft mest um hvernig Sjálfstæðisflokkurinn mundi bregðast við því sem þær gerðu og nota sér það í áróðri. Við höfum lifað nokkurn veginn við einsflokkskerfi Sjálfstæðismanna í mannsaldur. Lengi framan af stjórnaði flokkurinn ekki mjög ólíkt því sem sósíaldemókrataflokkar gerðu í nágrannalöndunum, með góðu velferðarkerfi og miklum ríkisafskiptum af efnahagsmálum. (Með nokkrum klíkuskap vissulega, en miklir smámunir voru það sem flokksgæðingarnir stungu af með í samanburði við það sem hinir nýju ólígarkar okkar hafa gert.) Á tíunda áratug síðustu aldar skipti flokkurinn síðan um stefnu og fór að haga sér eins og réttnefndur hægri- nýfrjálshyggjuflokkur að fyrirmynd Margrétar Thatcher. Afleiðinguna af því reynum við þessa mánuðina. Það sannast hér sem sósíaldemókratar grannlandanna hafa lengi sagt: Markaðshagkerfi, kapítalismi, er því aðeins til farsældar að ríkisvaldið sé ekki í höndum kapítalistanna. Skipting valdsins á milli auðvalds og ríkisvalds er mikilvægasta valdskiptingin, ekki skipting milli ólíkra þátta ríkisvaldsins.ÚrræðiðNú þarf umfram allt að taka ríkisvaldið varanlega af Sjálfstæðisflokknum, ekki í hefnd fyrir mistök hans heldur af því að stefna hans og hagsmunatengsl eru óheppileg. Við þurfum að færa hann niður á fylgisstig skandinavískra hægriflokka og útiloka hann frá ríkisstjórn um hríð, kannski í 12, 16 eða 20 ár samfellt, hvað sem síðan kann að gerast. Við þurfum að fá til forystu í íslenskum stjórnmálum aðgætinn sósíaldemókrataflokk. Það á eftir að koma í ljós hvort Samfylkingin eða Vinstrihreyfingin - grænt framboð bjóða sig betur fram í það hlutverk. Kannski er það þó ekki aðalatriðið í bili, því að næsta skref upp á við hlýtur að verða stjórnarsamstarf Samfylkingar og Vinstrigrænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Auðvitað á fólk að láta í ljós óánægju sína með mótmælum, síst hef ég á móti því. En mér finnst að umræðan á mótmælavettvanginum hafi lent átakanlega á villistigum og farið að snúast í sífelldri endurtekningu um allt annað en kjarna málsins. Þessi grein er tilraun til að beina umræðunni inn á brautir sem eru vænlegri til árangurs. LýðræðiskrafanMikið hefur borið á kröfum um meira og beinna lýðræði, og margir hafa látið eins og efnahagslegar ófarir okkar Íslendinga stafi af því að almenningur hafi ekki fengið að ráða. Því miður er þetta ekki rétt. Hugsum okkur að á árið 2007 hefði verið efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um útrásina, hvort ætti að halda henni áfram eða leggja bönd á hana: „Vilt þú að frelsi íslensku bankanna til að stofna innlánsreikninga í útlöndum verði takmarkað?" „Vilt þú að lántökur og fasteignakaup íslenskra fyrirtækja erlendis verði stöðvuð?" „Vilt þú að ríkisvaldið leggi meiri hömlur á starf íslenskra fjármálafyrirtækja?" Við vitum, bara af því að við munum hvernig fólk talaði, að yfirgnæfandi hluti kjósenda hefði svarað öllum þessum spurningum neitandi. Útrásin hefði fengið ótvíræða traustsyfirlýsingu hjá þjóðinni. Beint lýðræði hefði engu bjargað.Talsvert ber líka á því að óánægða fólkið sé tilbúið að ganga nokkuð á lýðræðið í von um að finna „rétta" leið út úr vandanum eða hefna sín á þeim sem er kennt um ófarirnar. Í haust hlustaði ég í útvarpi á hóp af gáfuðu fólki af báðum kynjum vera sammála um að nú ætti að fela konum einum að stjórna landinu. Það virtist ekki þvælast neitt fyrir þessu fólki að svipta helminginn af þjóðinni réttinum til að taka þátt í stjórnmálum og varpa ábyrgðinni af sérdrægni og óstjórn nokkurra tuga eða hundraða karlmanna á alla kynbræður þeirra. Líka hefur heyrst að lausnin væri að gera embættismenn og sérfræðinga óháðari pólitískum valdhöfum. Sem gæti vel orðið til góðs, en yki vissulega ekki lýðræði. Nokkurra hundruða manna samkomur hér í Reykjavík hafa krafist þess að vera teknar gildar sem fulltrúar allrar þjóðarinanr. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir benti kurteislega á að einstaklingur á fundi gæti ekki talað fyrir þjóðina alla, jafnvel þótt hann virtist hafa þúsund manna fund á bak við sig, og hefur henni verið legið ótrúlega mikið á hálsi fyrir að nefna þessa augljósu staðreynd.Fulltrúalýðræðið er lýðræði okkar Vesturlandabúa, þróað hægfara síðan á miðöldum. Það er langt frá því að vera fullkomið og getur gert reginskyssur eins og þá sem við súpum nú af seyðið. En ég held að við ættum að minnsta kosti að prófa að tala okkur í átt til lausnar innan þess í stað þess að einblína á að hafna því fyrir eitthvað sem við vitum lítið hvert kann að leiða.StjórnarskrárvillanEitt afbrigðið af villigötu leitarinnar að betra lýðræði er krafan um nýja stjórnarskrá. Þar ber mest á kröfu um þrískiptingu ríkisvaldsins, einkum að löggjafarvaldið verði óháðara framkvæmdarvaldinu, ráðherravaldið minna. Allt er þetta reist á furðumiklum misskilningi. Kenningin um að ríkisvaldið eigi að skiptast á þrjá aðila sem séu óháðir hver öðrum er sprottin upp í konungsríkjum þar sem framkvæmdarvaldið var ólýðræðislegt, í höndum konungs og ráðgjafa hans. Þar var það lýðræðiskrafa að löggjafarvaldið yrði sem óháðast þessu arfgenga valdi. (Um þriðja þátt ríkisvaldsins, dómsvaldið, þurfum við ekki að ræða hér. Flestir munu sammála um að það eigi að vera sem óháðast.) Bandaríki Norður-Ameríku urðu til sem lýðveldi meðan konungar voru enn einvaldir í Evrópu. Þau tóku upp kenninguna um skiptingu ríkisvaldsins og fengu þannig tvö (sæmilega) lýðræðisleg stjórnkerfi hlið við hlið, annars vegar forseta með ráðherra sína, hins vegar löggjafarþing. Þetta hefur alltaf verið hálfgert klúður; nú fyrir skemmstu höfum við heyrt í fréttum hvernig Obama forseti hefur þurft að semja við þingið um að koma í gegn tillögum um brýnar úrbætur í efnahagsmálum Bandaríkjanna.Evrópuríki fóru flest aðra leið og tóku upp þingræði að fyrirmynd Breta. Þeir sem áður voru ráðgjafar konunga urðu nú ráðherrar í ríkisstjórnum, í raun valdir af löggjafarþinginu og sífellt háðir því að njóta trausts þess. Þingið getur því haft gersamlega öll völd sem það vill gagnvart framkvæmdarvaldinu. Það getur rekið ráðherrana og valið sér nýja. Það getur breytt lagafrumvörpum stjórnarinnar eins og því sýnist, einnig fjárlögum sem ráða mestu um framkvæmdir ríkisins. Ef ráðherrarnir ráða er það af því að meirihluti þingsins vill hafa það þannig og kann engin betri ráð. Kenningin um þrískiptingu ríkisvaldsins er því úrelt hjá okkur, og ég sé engar líkur til að það mundi leiða til góðs að taka hana upp.FlokkavillanAð hluta til snýst krafan um nýja stjórnskipun um það að afnema vald stjórnmálaflokkanna, og þá er oft talað um flokkana eins og þeir eigi allir jafna sök. Aðeins einn mann (Árna Bergmann í Víðsjá 30. janúar) hef ég heyrt benda á að það er langt frá því að flokkaveldið hafi leitt okkur út í þær ógöngur sem við erum í núna. Þvert á móti leiddi þær af því að stjórnmálaflokkarnir afsöluðu sér valdi yfir stofnunum eins og ríkisbönkunum, seldu þá og létu markaðsöflum eftir að stýra þeim út í skuldafenið.En voru það ekki flokkarnir sem gerðu þetta? Ekki allir. Það var umfram allt Sjálfstæðisflokkurinn með hjálp hagsmunaklíku sem kallaði sig Framsóknarflokk. Vissulega gekk Samfylkingin af furðumikilli einfeldni inn í þetta þrotabú nýfrjálshyggjunnar árið 2007, þegar Framsókn þótti ekki nothæfur lengur. En kjarni málsins er samt sá að það var Sjálfstæðisflokkurinn og stefna hans sem stýrði út í ófæruna.Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki aðeins farið með stjórn Íslands í 18 ár heldur í rúm 64, síðan hann myndaði Nýsköpunarstjórnina haustið 1944. Þótt stundum hafi starfað án þátttöku hans svokallaðar vinstristjórnir í allt að þrjú ár í senn komu þær sjaldnast nokkru til leiðar og hugsuðu oft mest um hvernig Sjálfstæðisflokkurinn mundi bregðast við því sem þær gerðu og nota sér það í áróðri. Við höfum lifað nokkurn veginn við einsflokkskerfi Sjálfstæðismanna í mannsaldur. Lengi framan af stjórnaði flokkurinn ekki mjög ólíkt því sem sósíaldemókrataflokkar gerðu í nágrannalöndunum, með góðu velferðarkerfi og miklum ríkisafskiptum af efnahagsmálum. (Með nokkrum klíkuskap vissulega, en miklir smámunir voru það sem flokksgæðingarnir stungu af með í samanburði við það sem hinir nýju ólígarkar okkar hafa gert.) Á tíunda áratug síðustu aldar skipti flokkurinn síðan um stefnu og fór að haga sér eins og réttnefndur hægri- nýfrjálshyggjuflokkur að fyrirmynd Margrétar Thatcher. Afleiðinguna af því reynum við þessa mánuðina. Það sannast hér sem sósíaldemókratar grannlandanna hafa lengi sagt: Markaðshagkerfi, kapítalismi, er því aðeins til farsældar að ríkisvaldið sé ekki í höndum kapítalistanna. Skipting valdsins á milli auðvalds og ríkisvalds er mikilvægasta valdskiptingin, ekki skipting milli ólíkra þátta ríkisvaldsins.ÚrræðiðNú þarf umfram allt að taka ríkisvaldið varanlega af Sjálfstæðisflokknum, ekki í hefnd fyrir mistök hans heldur af því að stefna hans og hagsmunatengsl eru óheppileg. Við þurfum að færa hann niður á fylgisstig skandinavískra hægriflokka og útiloka hann frá ríkisstjórn um hríð, kannski í 12, 16 eða 20 ár samfellt, hvað sem síðan kann að gerast. Við þurfum að fá til forystu í íslenskum stjórnmálum aðgætinn sósíaldemókrataflokk. Það á eftir að koma í ljós hvort Samfylkingin eða Vinstrihreyfingin - grænt framboð bjóða sig betur fram í það hlutverk. Kannski er það þó ekki aðalatriðið í bili, því að næsta skref upp á við hlýtur að verða stjórnarsamstarf Samfylkingar og Vinstrigrænna.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun