Erlent

Tvö ár saklaus í fangelsi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Tuttugu og tveggja ára gömul einstæð móðir frá Rúmeníu, sem setið hefur í fangelsi í Danmörku í tæplega tvö ár fyrir smygl á tíu kílóum af heróíni, hefur verið látinn laus eftir að danskur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að þáverandi kærasti hennar hefði laumað efnunum í ferðatösku hennar áður en þau fóru gegnum tollinn og hafi hún ekki haft hugmynd um hvað í töskunni leyndist. Sjálfur hlaut kærastinn, sem er tyrkneskur, tíu ára fangelsi fyrir sinn þátt. Móðirin einstæða beið ekki boðanna heldur dreif sig upp í flugvél og heim til Rúmeníu þar sem hún á sex ára dóttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×