Með almannahagsmuni að leiðarljósi Lilja Mósesdóttir skrifar 26. nóvember 2009 06:00 Fullyrðingar um að búið sé að slá skjaldborg um hrunbankana og hrunfyrirtæki heyrast nú æ oftar. Bankarnir eru gagnrýndir fyrir að starfa á sömu forsendum og fyrir hrun og fyrir að afskrifa skuldir fjárglæframanna og fákeppnisfyrirtækja. Við höfum nú þegar mörg dæmi um að viðskiptalegar, skynsamlegar ákvarðanir bankanna - eins og það heitir hjá Samkeppniseftirlitinu - séu ekki alltaf í samræmi við hagsmuni markaðarins/samfélagsins. Hagfræðingar kalla þetta vandamál markaðsbrest. Banki sem leitast aðeins við að hámarka endurheimtur skulda nær því markmiði með því að viðhalda fákeppnisfyrirtækjum en það þýðir hins vegar minni samkeppni (samkeppnisaðilum sem ekki hafa fengið afskrifaðar skuldir er ýtt út af markaði) og hærra verð til neytenda. Löggjafinn þarf að setja almenn viðmið sem hafa á til hliðsjónar þegar ákvarðanir eru teknar um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja og sjá til þess að þeim verði framfylgt. Viðmið eins og sanngirni, gegnsæi, virk samkeppni, dreift eignarhald og byggðafesta. Innri starfsemi bankanna hefur enn ekki verið endurskoðuð, þar sem eigendahópurinn er ekki kominn á hreint. Hætta er á að ákvarðanir um afskriftir á skuldum fyrirtækja mótist af hagsmunum einstakra starfsmanna bankanna sem vilja fela mistök í útlánum fyrir hrun. Þetta vandamál kallast umboðsvandinn en hann getur birst sem mikil tregða bankanna til að skipta út eigendum og stjórnendum fyrirtækja. Nauðsynlegt er að setja almennar reglur eins og að víkja eigi eigendum og stjórnendum sem bera ábyrgð á meira en þrefaldri skuldsetningu fyrirtækisins miðað við virði eignanna. Auk þess þarf að tryggja aðkomu erlendra sérfræðinga að ákvarðanatökunni sem veita eignaumsýslufélögum bankanna ráðgjöf. Þessi vandamál (markaðsbrestur og umboðsvandi) réttlæta afskipti löggjafar- og framkvæmdavaldsins. Í dag er takmarkað eftirlit með fjárhagslegri skipulagningu fyrirtækja, þar sem enn vantar lagaheimildir fyrir eftirlitsaðila eins og FME, Samkeppniseftirlitið og Eftirlitsnefndina (sértæk skuldaaðlögun) til að hafa afskipti af ákvörðunum bankanna. Auk þess þarf að skýra verkaskiptingu milli þessara aðila. Fljótlega verður gripið til aðgerða til að tryggja virkt eftirlit með starfsemi bankanna. Auk þess er brýnt að setja bönkunum almenn viðmið sem móta eiga ákvarðanatökuna og þrýsta á um skýrari verkferla og aðkomu erlendra sérfræðinga. Höfundur er þingkona Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Fullyrðingar um að búið sé að slá skjaldborg um hrunbankana og hrunfyrirtæki heyrast nú æ oftar. Bankarnir eru gagnrýndir fyrir að starfa á sömu forsendum og fyrir hrun og fyrir að afskrifa skuldir fjárglæframanna og fákeppnisfyrirtækja. Við höfum nú þegar mörg dæmi um að viðskiptalegar, skynsamlegar ákvarðanir bankanna - eins og það heitir hjá Samkeppniseftirlitinu - séu ekki alltaf í samræmi við hagsmuni markaðarins/samfélagsins. Hagfræðingar kalla þetta vandamál markaðsbrest. Banki sem leitast aðeins við að hámarka endurheimtur skulda nær því markmiði með því að viðhalda fákeppnisfyrirtækjum en það þýðir hins vegar minni samkeppni (samkeppnisaðilum sem ekki hafa fengið afskrifaðar skuldir er ýtt út af markaði) og hærra verð til neytenda. Löggjafinn þarf að setja almenn viðmið sem hafa á til hliðsjónar þegar ákvarðanir eru teknar um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja og sjá til þess að þeim verði framfylgt. Viðmið eins og sanngirni, gegnsæi, virk samkeppni, dreift eignarhald og byggðafesta. Innri starfsemi bankanna hefur enn ekki verið endurskoðuð, þar sem eigendahópurinn er ekki kominn á hreint. Hætta er á að ákvarðanir um afskriftir á skuldum fyrirtækja mótist af hagsmunum einstakra starfsmanna bankanna sem vilja fela mistök í útlánum fyrir hrun. Þetta vandamál kallast umboðsvandinn en hann getur birst sem mikil tregða bankanna til að skipta út eigendum og stjórnendum fyrirtækja. Nauðsynlegt er að setja almennar reglur eins og að víkja eigi eigendum og stjórnendum sem bera ábyrgð á meira en þrefaldri skuldsetningu fyrirtækisins miðað við virði eignanna. Auk þess þarf að tryggja aðkomu erlendra sérfræðinga að ákvarðanatökunni sem veita eignaumsýslufélögum bankanna ráðgjöf. Þessi vandamál (markaðsbrestur og umboðsvandi) réttlæta afskipti löggjafar- og framkvæmdavaldsins. Í dag er takmarkað eftirlit með fjárhagslegri skipulagningu fyrirtækja, þar sem enn vantar lagaheimildir fyrir eftirlitsaðila eins og FME, Samkeppniseftirlitið og Eftirlitsnefndina (sértæk skuldaaðlögun) til að hafa afskipti af ákvörðunum bankanna. Auk þess þarf að skýra verkaskiptingu milli þessara aðila. Fljótlega verður gripið til aðgerða til að tryggja virkt eftirlit með starfsemi bankanna. Auk þess er brýnt að setja bönkunum almenn viðmið sem móta eiga ákvarðanatökuna og þrýsta á um skýrari verkferla og aðkomu erlendra sérfræðinga. Höfundur er þingkona Vinstri grænna.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun