Erlent

Guðfaðir ruslpóstsins fangelsaður

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Alan Ralsky.
Alan Ralsky.

Bandaríkjamaðurinn Alan Ralsky, sem kallar sig guðföður ruslpóstsins, hefur verið dæmdur í rúmlega fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa, við fjórða mann, sent marga milljarða falsaðra tölvupóstskeyta í þeim tilgangi að hafa áhrif á verðmæti kínverskra verðbréfa á tímabilinu frá janúar 2004 til september 2005. Með þeim í vitorði var verðbréfasali í Hong Kong sem hagnaðist á svindlinu og deildi gróðanum með Ralsky og félögum. Sjálfur er Ralsky fyrrum tryggingasali frá Michigan sem missti leyfið til að selja tryggingar. Hann sneri sér þá að tölvusvindli og með því að brjótast inn í tölvur fjölda fólks gat hann látið þær senda stanslausan ruslpóst og námu sendingarnar í heild um 70 milljón skeytum á dag. Hagnaður svindlaranna nam um 250.000 dollurum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×