Fótbolti

Hannes valinn í landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hannes Þór Halldórsson, leikmaður Fram.
Hannes Þór Halldórsson, leikmaður Fram. Mynd/Vilhelm

Hannes Þór Halldórsson og Bjarni Ólafur Eiríksson voru í dag valdir í íslenska landsliðið sem mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á miðvikudaginn á Laugardalsvelli.

Hannes hefur staðið sig vel í marki Fram og fær hann því tækifærið nú en Árni Gautur Arason, markvörður Odd Grenland, er meiddur.

Hermann Hreiðarsson er einnig meiddur og tekur Bjarni Ólafur, sem leikur með Val, hans sæti.

Þetta er þriðja breytingin á íslenska landsliðshópnum en áður var Pálmi Rafn Pálmason kallaður inn í hópinn í stað Arnórs Smárasonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×