Gildi og sígildi Jón Sigurðsson skrifar 28. desember 2009 06:00 Fyrir nokkru var haldinn þjóðfundur til þess að greina og kynna þau gildi sem ætla má að Íslendingar flestir vilji að móti þjóðlíf og stjórnarfar. Niðurstöður þjóðfundarins eru þær að menn vilja leggja áherslu á heiðarleika, jafnrétti, virðingu og réttlæti. Þjóðfundurinn er aðdáunarvert frumkvæði og má ekki þokast til hliðar fyrir hávaðamálum líðandi stundar. Menn geta sagt að það sé auðvelt að nefna þessi gamalkunnu gildi, en vandinn felist í því að gefa þeim raunverulegt og varanlegt innihald í verki. Þar ráðast úrslitin og þess vegna má þjóðfundinum eiginlega aldrei ljúka. Þetta er endalaust verkefni, að minna á þessi gildi, að fylgja þeim eftir, að veita bæði ráðgjöf og aðhald. Í þessu er enginn lokaáfangi heldur skiptir hreyfingin sjálf öllu máli áfram, viðleitnin til að koma góðu til leiðar. Gildi þjóðfundarins eru ekki nýmæli. Þessi gildi hafa aldrei brugðist og þau brugðust ekki á síðasta ári. Menn misfóru með viðskiptalegt frelsi. Áhættusækni á fjármálamarkaði keyrði sjálfa sig í þrot og dró samfélagið niður með sér. Stjórnvöld, löggjöf og eftirlitsstofnanir höfðu ekki við hraðanum. Sjálfsánægjan reyndist ofurdramb og féll um sjálfa sig. Sú villa að fjármunum sé treystandi var afhjúpuð. Sú villa að græðgi sé góð var afhjúpuð. Íslenska krónan er auðvitað fórnarlamb mannlegra ákvarðana, en hún hafði aldrei reynst stöðug eða traust viðmiðun. Allt þetta sannaðist nú sem löngum áður. Þjóðfundurinn staðfestir að íslenska þjóðin heldur þreki sínu, grunngildum og þrótti til þess að ná sér aftur á strik. Tilhögun fundarins sýnir að það er vel unnt að virkja fjöldann til málefnalegrar vinnu og árangurs. Og þjóðfundurinn sýnir líka að enda þótt margir hafi tekið einhvern þátt í bólgu liðinna ára, þá ná menn áttunum aftur og geta sameinast um að breyta stefnunni. Öll þurfum við að læra af þessari reynslu. Ein af mikilvægustu rótum mannlegs heiðarleika er sú að Guð þekkir okkur öll með nafni og heyrir og sér til okkar á sérhverri stund. Heiðarleiki, - líka í viðskiptum, fjármálum og opinberu starfi -, er ekki aðeins fallegt orð heldur stendur á þessari traustu rót. Gildi kristninnar hafa aldrei brugðist. Þau eru ekki ævinlega virt í raun þótt höfð séu í hávegum í orði. En þau eru leiðarvísan, það viðmið sem aldrei bregst. Boðskapur Krists er lífsstefna mennskunnar og líknarstefna mannsins í þessum heimi. Drottinn hefur aldrei lofað okkur velmegun, gróða eða stöðugum fagnaði í vellystingum praktuglega í jarðlífinu. En hann hefur heitið því að hlusta á okkur og að ganga með okkur, líka í öllum vonbrigðum og þjáningum. Hann vill hlusta, fylgja, hugga og endurreisa. Hann er orðheldinn og trúfastur. Hann er ástríkur, miskunnsamur og réttlátur. En við verðum líka að hlusta og læra að virða þessi gildi í lífi okkar og hegða lífi okkar og samfélagi í samræmi við þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru var haldinn þjóðfundur til þess að greina og kynna þau gildi sem ætla má að Íslendingar flestir vilji að móti þjóðlíf og stjórnarfar. Niðurstöður þjóðfundarins eru þær að menn vilja leggja áherslu á heiðarleika, jafnrétti, virðingu og réttlæti. Þjóðfundurinn er aðdáunarvert frumkvæði og má ekki þokast til hliðar fyrir hávaðamálum líðandi stundar. Menn geta sagt að það sé auðvelt að nefna þessi gamalkunnu gildi, en vandinn felist í því að gefa þeim raunverulegt og varanlegt innihald í verki. Þar ráðast úrslitin og þess vegna má þjóðfundinum eiginlega aldrei ljúka. Þetta er endalaust verkefni, að minna á þessi gildi, að fylgja þeim eftir, að veita bæði ráðgjöf og aðhald. Í þessu er enginn lokaáfangi heldur skiptir hreyfingin sjálf öllu máli áfram, viðleitnin til að koma góðu til leiðar. Gildi þjóðfundarins eru ekki nýmæli. Þessi gildi hafa aldrei brugðist og þau brugðust ekki á síðasta ári. Menn misfóru með viðskiptalegt frelsi. Áhættusækni á fjármálamarkaði keyrði sjálfa sig í þrot og dró samfélagið niður með sér. Stjórnvöld, löggjöf og eftirlitsstofnanir höfðu ekki við hraðanum. Sjálfsánægjan reyndist ofurdramb og féll um sjálfa sig. Sú villa að fjármunum sé treystandi var afhjúpuð. Sú villa að græðgi sé góð var afhjúpuð. Íslenska krónan er auðvitað fórnarlamb mannlegra ákvarðana, en hún hafði aldrei reynst stöðug eða traust viðmiðun. Allt þetta sannaðist nú sem löngum áður. Þjóðfundurinn staðfestir að íslenska þjóðin heldur þreki sínu, grunngildum og þrótti til þess að ná sér aftur á strik. Tilhögun fundarins sýnir að það er vel unnt að virkja fjöldann til málefnalegrar vinnu og árangurs. Og þjóðfundurinn sýnir líka að enda þótt margir hafi tekið einhvern þátt í bólgu liðinna ára, þá ná menn áttunum aftur og geta sameinast um að breyta stefnunni. Öll þurfum við að læra af þessari reynslu. Ein af mikilvægustu rótum mannlegs heiðarleika er sú að Guð þekkir okkur öll með nafni og heyrir og sér til okkar á sérhverri stund. Heiðarleiki, - líka í viðskiptum, fjármálum og opinberu starfi -, er ekki aðeins fallegt orð heldur stendur á þessari traustu rót. Gildi kristninnar hafa aldrei brugðist. Þau eru ekki ævinlega virt í raun þótt höfð séu í hávegum í orði. En þau eru leiðarvísan, það viðmið sem aldrei bregst. Boðskapur Krists er lífsstefna mennskunnar og líknarstefna mannsins í þessum heimi. Drottinn hefur aldrei lofað okkur velmegun, gróða eða stöðugum fagnaði í vellystingum praktuglega í jarðlífinu. En hann hefur heitið því að hlusta á okkur og að ganga með okkur, líka í öllum vonbrigðum og þjáningum. Hann vill hlusta, fylgja, hugga og endurreisa. Hann er orðheldinn og trúfastur. Hann er ástríkur, miskunnsamur og réttlátur. En við verðum líka að hlusta og læra að virða þessi gildi í lífi okkar og hegða lífi okkar og samfélagi í samræmi við þau.