Erlent

Fjölskyldan er númer eitt sagði Tiger þá

Óli Tynes skrifar
Tiger Woods og Elin Nordgren.
Tiger Woods og Elin Nordgren.

Sky fréttastofan breska hefur ákveðið að flýta birtingu viðtals við kylfinginn Tiger Woods þar sem hann segir að fjölskyldan sé númer eitt hjá honum og golfið í öðru sæti. Viðtalið var tekið á Nýja Sjálandi í síðasta mánuði.

Upphaflega var ætlunin að sýna viðtalið á jóladag. Vegna þess sem síðan hefur gerst hefur verið ákveðið að rúlla því út strax í kvöld.

Tiger hefur forðast fjölmiðla síðan framhjáhald hans komst í hámæli eftir bílslysið sem hann lenti í á þakkagjörðardag. Síðan þá hafa ekki færri en tíu konur lýst því yfir að þær hafi átt í ástarsambandi við hann.

Tiger hefur ekki gengist við þeim öllum en síðastaföstudag tilkynnti hann að hann væri hættur að spila golf um óákveðinn tíma.

Hann viðurkenndi einnig að hafa verið Elínu Nordgren eiginkonu sinni ótrúr. Á heimsíðu sinni skrifaði hann; -Ég er mjög meðvitaður um um þau vonbrigði og sársauka sem ég hef valdið svo mörgu fólki með ótrúmennsku minni, sérstaklega eiginkonu minni og börnum.

Ég verð að einbeita mér að því að verða betri eiginmaður, faðir og manneskja.

Þau hjónin hafa verið gift í fimm ár og eiga tveggja ára gamla dóttur og tíu mánaða gamlan son. Óstaðfestar fregnir herma að Elín hafi þegar haft samband við lögfræðing vegna skilnaðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×