Innlent

Pólverji úrskurðaður í farbann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði kröfu um farbann.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði kröfu um farbann.

Karl á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í farbann til 19. mars að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem var handtekinn í byrjun mánaðarins og sat í gæsluvarðhaldi um tíma, er grunaður um aðild að innflutningi fíkniefna.

Efnin fundust við leit tollyfirvalda en þau voru send hingað til lands frá Póllandi. Maðurinn, sem er pólskur, hefur verið búsettur hér um skeið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×