Haukar urðu deildarmeistarar Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. mars 2009 17:31 Aron Kristjánsson, þjálfari deildarmeistara Hauka. Mynd/Daníel Haukar eru deildarmeistarar í N1-deild karla í handbolta eftir jafntefli við HK á heimavelli í dag. Haukar eru með 31 stig og Valur 29 en vegna innbyrðis viðureigna getur Valur ekki náð Haukum þrátt fyrir að ein umferð sé eftir. Leikur Hauka og HK endaði 27-27, Valur vann Akureyri 26-24, Fram vann FH 30-26 og Stjarnan vann Víking 28-32. Leikur Hauka og HK var kaflaskiptur til að byrja með. Haukar komust í 6-2 áður en HK vaknaði og skoraði sex mörk í röð. HK komst síðan í 15-11 en Haukar komust yfir í 17-16 áður en HK skoraði síðasta mark hálfleiksins. Staðan 17-17 í leikhléi. Síðari hálfleikur var jafn og spennandi en það var lítið skorað. Haukar voru tveimur mörkum yfir þegar skammt var eftir en HK náði að jafna. Haukar höfðu boltann þegar hálf mínúta var eftir, tóku leikhlé, og reyndu ekki einu sinni að skora, heldur létu tímann bara renna út. Þeir urðu þar með deildarmeistarar en Valur, sem vann Akureyri, er í öðru sæti. Sigurbergur Sveinsson skoraði átta mörk fyrir Hauka, Andri Stefan sjö og Kári Kristján Kristjánsson sex. Valdimar Fannar Þórsson skoraði níu mörk fyrir HK, Gunnar Steinn Jónsson fimm og Ragnar Hjaltested fjögur. Valsmenn þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum á baráttuglöðum Akureyringum. Akureyri var 11-12 yfir í hálfleik og náði mest fjögurra marka forystu, 13-17. Valur jafnaði þó leikinn sem var í járnum allt til enda. Akureyringar voru skrefinu á undan en Valsmenn náðu jafn harðan að jafna og komust yfir með marki úr víti þegar ein og hálf mínúta lifði af leiknum. Akureyri náði ekki að skora og Valsmenn tryggðu sér 26-24 sigur með síðasta markinu um leið og flautan gall. Valsmenn lenda í öðru sæti deildarinnar en Akureyringar eru komnir með bakið upp við vegg. Þeir fá Fram í heimsókn í lokaumferðinni um næstu helgi en Stjarnan mætir Haukum. Ef Stjarnan vinnur og Akureyri tapar hafa liðin sætaskipti og Akureyri þarf að fara í aukaleiki um laust sæti í deildinni þar sem Stjarnan vann Víking í dag. Staðan í deildinni fyrir lokaumferðina: 1. Haukar - 31 stig 2. Valur - 29 stig 3. HK - 23 stig 4. Fram - 23 stig 5. FH - 18 stig 6. Akureyri - 16 stig 7. Stjarnan - 15 stig 8. Víkingur - 5 stigLokaumferðin, sunnudaginn 5. apríl: Akureyri - Fram HK - Valur Stjarnan - Haukar FH - Víkingur Olís-deild karla Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
Haukar eru deildarmeistarar í N1-deild karla í handbolta eftir jafntefli við HK á heimavelli í dag. Haukar eru með 31 stig og Valur 29 en vegna innbyrðis viðureigna getur Valur ekki náð Haukum þrátt fyrir að ein umferð sé eftir. Leikur Hauka og HK endaði 27-27, Valur vann Akureyri 26-24, Fram vann FH 30-26 og Stjarnan vann Víking 28-32. Leikur Hauka og HK var kaflaskiptur til að byrja með. Haukar komust í 6-2 áður en HK vaknaði og skoraði sex mörk í röð. HK komst síðan í 15-11 en Haukar komust yfir í 17-16 áður en HK skoraði síðasta mark hálfleiksins. Staðan 17-17 í leikhléi. Síðari hálfleikur var jafn og spennandi en það var lítið skorað. Haukar voru tveimur mörkum yfir þegar skammt var eftir en HK náði að jafna. Haukar höfðu boltann þegar hálf mínúta var eftir, tóku leikhlé, og reyndu ekki einu sinni að skora, heldur létu tímann bara renna út. Þeir urðu þar með deildarmeistarar en Valur, sem vann Akureyri, er í öðru sæti. Sigurbergur Sveinsson skoraði átta mörk fyrir Hauka, Andri Stefan sjö og Kári Kristján Kristjánsson sex. Valdimar Fannar Þórsson skoraði níu mörk fyrir HK, Gunnar Steinn Jónsson fimm og Ragnar Hjaltested fjögur. Valsmenn þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum á baráttuglöðum Akureyringum. Akureyri var 11-12 yfir í hálfleik og náði mest fjögurra marka forystu, 13-17. Valur jafnaði þó leikinn sem var í járnum allt til enda. Akureyringar voru skrefinu á undan en Valsmenn náðu jafn harðan að jafna og komust yfir með marki úr víti þegar ein og hálf mínúta lifði af leiknum. Akureyri náði ekki að skora og Valsmenn tryggðu sér 26-24 sigur með síðasta markinu um leið og flautan gall. Valsmenn lenda í öðru sæti deildarinnar en Akureyringar eru komnir með bakið upp við vegg. Þeir fá Fram í heimsókn í lokaumferðinni um næstu helgi en Stjarnan mætir Haukum. Ef Stjarnan vinnur og Akureyri tapar hafa liðin sætaskipti og Akureyri þarf að fara í aukaleiki um laust sæti í deildinni þar sem Stjarnan vann Víking í dag. Staðan í deildinni fyrir lokaumferðina: 1. Haukar - 31 stig 2. Valur - 29 stig 3. HK - 23 stig 4. Fram - 23 stig 5. FH - 18 stig 6. Akureyri - 16 stig 7. Stjarnan - 15 stig 8. Víkingur - 5 stigLokaumferðin, sunnudaginn 5. apríl: Akureyri - Fram HK - Valur Stjarnan - Haukar FH - Víkingur
Olís-deild karla Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti