Erlent

Tiger Woods útskrifaður af spítala

Tiger Woods.
Tiger Woods.

Golfarinn Tiger Woods hefur verið útskrifaður af spítala eftir að hann lenti í bílslysi í dag. Hann ók á brunahana og þaðan á tré þegar hann var að bakka út úr innkeyrslunni á heimili sínu í Flórída.

Fyrstu fregnir voru þær að Tiger væri alvarlega slasaður, svo virðist þó ekki vera. Golfarinn hlaut skrámur og áverka í andliti samkvæmt Orlando Sentinel. Svo virðist sem Tiger hafi ekki verið á miklum hraða því loftbelgur bílstjóramegin blés aldrei út.

Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni í Flórída en samkvæmt yfirvöldum þá er hann ekki grunaður um að hafa verið ölvaður.




Tengdar fréttir

Tiger Woods alvarlega slasaður eftir bílslys

Einhver frægasti golfari veraldar, Tiger Woods, liggur þungt haldinn á spítala í Flórida eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi samkvæmt fréttasíðu BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×