Rjúfum vítahringinn Eiríkur Sigurðsson skrifar 28. nóvember 2009 06:00 Finnar lentu í því eftir þeirra kreppu á fyrri hluta tíunda áratugarins að missa stóran hóp ungs fólks í vítahring langtímaatvinnuleysis og félagslegrar einangrunar. Þaðan komust margir ekki aftur og urðu með tímanum háðir fjárhagslegri aðstoð til langframa. Þetta hafði velferðarráð Reykjavíkur í huga þegar það samþykkti nýlega að efna til átaks til þess að stuðla að félagslegri virkni fólks sem fær fjárhagsaðstoð frá borginni. Fjöldi þeirra sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu hjá Reykjavíkurborg hefur aukist mikið síðastliðið ár, eða um 45% ef bornir eru saman fyrstu 10 mánuðir ársins 2008 og 2009. Það er sérstakt áhyggjuefni að sífellt fjölgar ungu fólki á aldrinum 18-30 í þessum hópi og eins fjölgar þeim stöðugt sem þegið hafa aðstoð í lengri tíma. Við þessu verður að bregðast af krafti. Mjög öflugt og mikilvægt starf er nú unnið á þjónustumiðstöðvum í hverfum Reykjavíkur í þessa veru og nú verður enn bætt í. Öllum sem sækja um og eiga rétt á fjárhagsaðstoð verður nú boðið á sérstakt kynningarnámskeið þar sem farið verður ítarlega yfir þann stuðning, ráðgjöf og úrræði sem standa til boða. Einnig verður komið á fót sérstöku, lengra námskeiði fyrir ungt fólk í samstarfi við Íþrótta- og tómstundasvið og Hitt húsið. Notendum fjárhagsaðstoðar býðst einnig að taka þátt í sérsniðnum verkefnum á vegum borgarinnar. Meðal þess sem stendur til boða er að aðstoða við að fegra umhverfið með hreinsun veggjakrots, aðstoðar við hellulagnir og viðhaldi leiktækja, svo eitthvað sé nefnt. Gert er ráð fyrir að einstaklingar mæti 2-3 sinnum í viku, í 3 tíma í senn allt að 3 mánuði. Nýlega voru kynntar niðurstöður úr rýnihópum atvinnulauss ungs fólks sem starfshópur á vegum félags- og tryggingamálaráðuneytisins hefur unnið. Þær sýna að ungt atvinnulaust fólk glímir við þekktar afleiðingar atvinnuleysis svo sem lítið frumkvæði, sinnuleysi og deyfð. Þetta er sá hópur sem einna mikilvægast er að ná til með nýju úrræðin en því miður einnig sá hópur sem einna erfiðast er að fá til að nýta sér þau úrræði sem standa til boða. Meirihluti framsóknarmanna og sjálfstæðismanna í velferðarráði hefur þess vegna samþykkt að beina því til félagsmálaráðherra að lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga verði breytt til að gera mögulegt að binda hluta fjárhagsaðstoðar tímabundið við þátttöku í skipulögðum félagslegum úrræðum, svo sem námskeiðum eða öðrum verkefnum. Reynslan sýnir að oft þarf að koma til utanaðkomandi hvatning til þátttöku í slíkum úrræðum, sérstaklega meðal þeirra sem allra helst þurfa á þeim að halda. Tímabundin skilyrðing á hluta fjárhagsaðstoðarinnar skapar slíkan hvata. Hún má þó aldrei ganga of nærri þörf viðkomandi fyrir framfærslu og reglur varðandi mögulega skilyrðingu þurfa að vera skýrar og gagnsæjar. Höfundur er varaformaður velferðarráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Finnar lentu í því eftir þeirra kreppu á fyrri hluta tíunda áratugarins að missa stóran hóp ungs fólks í vítahring langtímaatvinnuleysis og félagslegrar einangrunar. Þaðan komust margir ekki aftur og urðu með tímanum háðir fjárhagslegri aðstoð til langframa. Þetta hafði velferðarráð Reykjavíkur í huga þegar það samþykkti nýlega að efna til átaks til þess að stuðla að félagslegri virkni fólks sem fær fjárhagsaðstoð frá borginni. Fjöldi þeirra sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu hjá Reykjavíkurborg hefur aukist mikið síðastliðið ár, eða um 45% ef bornir eru saman fyrstu 10 mánuðir ársins 2008 og 2009. Það er sérstakt áhyggjuefni að sífellt fjölgar ungu fólki á aldrinum 18-30 í þessum hópi og eins fjölgar þeim stöðugt sem þegið hafa aðstoð í lengri tíma. Við þessu verður að bregðast af krafti. Mjög öflugt og mikilvægt starf er nú unnið á þjónustumiðstöðvum í hverfum Reykjavíkur í þessa veru og nú verður enn bætt í. Öllum sem sækja um og eiga rétt á fjárhagsaðstoð verður nú boðið á sérstakt kynningarnámskeið þar sem farið verður ítarlega yfir þann stuðning, ráðgjöf og úrræði sem standa til boða. Einnig verður komið á fót sérstöku, lengra námskeiði fyrir ungt fólk í samstarfi við Íþrótta- og tómstundasvið og Hitt húsið. Notendum fjárhagsaðstoðar býðst einnig að taka þátt í sérsniðnum verkefnum á vegum borgarinnar. Meðal þess sem stendur til boða er að aðstoða við að fegra umhverfið með hreinsun veggjakrots, aðstoðar við hellulagnir og viðhaldi leiktækja, svo eitthvað sé nefnt. Gert er ráð fyrir að einstaklingar mæti 2-3 sinnum í viku, í 3 tíma í senn allt að 3 mánuði. Nýlega voru kynntar niðurstöður úr rýnihópum atvinnulauss ungs fólks sem starfshópur á vegum félags- og tryggingamálaráðuneytisins hefur unnið. Þær sýna að ungt atvinnulaust fólk glímir við þekktar afleiðingar atvinnuleysis svo sem lítið frumkvæði, sinnuleysi og deyfð. Þetta er sá hópur sem einna mikilvægast er að ná til með nýju úrræðin en því miður einnig sá hópur sem einna erfiðast er að fá til að nýta sér þau úrræði sem standa til boða. Meirihluti framsóknarmanna og sjálfstæðismanna í velferðarráði hefur þess vegna samþykkt að beina því til félagsmálaráðherra að lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga verði breytt til að gera mögulegt að binda hluta fjárhagsaðstoðar tímabundið við þátttöku í skipulögðum félagslegum úrræðum, svo sem námskeiðum eða öðrum verkefnum. Reynslan sýnir að oft þarf að koma til utanaðkomandi hvatning til þátttöku í slíkum úrræðum, sérstaklega meðal þeirra sem allra helst þurfa á þeim að halda. Tímabundin skilyrðing á hluta fjárhagsaðstoðarinnar skapar slíkan hvata. Hún má þó aldrei ganga of nærri þörf viðkomandi fyrir framfærslu og reglur varðandi mögulega skilyrðingu þurfa að vera skýrar og gagnsæjar. Höfundur er varaformaður velferðarráðs Reykjavíkur.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun