Erlent

Fljúgandi píramídi yfir Moskvu

Óli Tynes skrifar
Fljúgandi furðuhlutur?
Fljúgandi furðuhlutur?

Píramídinn var frekar óskýr en sást þó greinilega á tveim myndböndum sem sett voru á netið. Annað var tekið að degi til en hitt um nótt. Gríðarleg sókn var í þessi myndbönd.

Rússnesk yfirvöld hafa ekkert um þetta sagt og efasemdarmenn segja að ef píramídinn væri þarna í raun og veru væru myndu mörg þúsund myndbönd hafa ratað á netið en ekki bara tvö.

Líkleg skýring er því talin vera að þetta sé annaðhvort plat eða þá eitthvað vel útskýranlegt fyrirbæri.

Fyrir nokkrum dögum voru teknar myndir af spírallaga ljósum yfir Norður-Noregi sem þúsundir mynda voru teknar af. Spírallinn virtist senda frá sér bláan ljósgeisla til jarðar.

Þetta fyrirbæri var svo rakið til eldflaugar sem skotið var frá rússneskum kafbáti á Hvítahafi. Rússar viðurkenndu eldflaugaskotið og sögðu að það hefði mistekist.

Þeir hefðu misst stjórn á eldflauginni sem hefði snarsnúist í marga hringi. Ljósið frá rísandi sól hafi svo baklýst eldsneyti sem gusaðist úr flauginni.

Náttúrlega telja fljúgandi furðuhlutafræðingar að þetta sé haugalygi. Þarna hafi yfirvöld aðeins verið enn einusinni að fela komu fljúgandi furðuhlutar til jarðarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×