Lífið

Button brjálaður út í Richard Branson

Breski ökuþórinn Jenson Button með kærustu sinni, Jessicu Michibata.
Breski ökuþórinn Jenson Button með kærustu sinni, Jessicu Michibata.
Ökuþórinn Jenson Button var allt annað en sáttur með milljónamæringin Richard Branson á dögunum þegar sá síðarnefndi veitti Jessicu Michibata, kærustu Buttons, of mikla athygli.

Button hefur sigrað í tveimur fyrstu mótunum í Formúla 1 kappakstrinum. Hann ekur fyrir nýtt lið, Brawn, en fyrrnefndur Branson er einn af styrktaraðilum liðsins. Hann er eigandi Virgin flugfélagsins.

Button varð mjög reiður út í Branson í kvöldverði sem fór fram einungis degi eftir að milljarðamæringurinn ákvað að styrkja Brawn-liðið.

Heimildarmaður News of the World segir að andrúmsloftið hafi verið rafmagnað. Þá þótti Branson Button bregðast of harkalega við og var langt því frá sáttur með framgöngu og viðbrögð ökuþórsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.