Aðgerðir gegn atvinnuleysi 21. janúar 2009 05:00 Jóhanna Sigurðardóttir skrifar um atvinnuleysi Félags- og tryggingamálaráðuneytið leggur kapp á að virkja og efla vinnumarkaðsúrræði sem ráðuneytið og stofnanir þess hafa yfir að ráða og finna nýjar leiðir til að sporna við vaxandi atvinnuleysi. Breytingar hafa verið gerðar á lögum og nýlega voru settar reglugerðir um fjölbreytt vinnumarkaðsúrræði sem eiga að auðvelda fólki án atvinnu að halda virkni sinni, stuðla að tengslum þess við atvinnulífið og skapa því leiðir til að bæta möguleika sína til atvinnuþátttöku á ný. Hækkun atvinnuleysisbóta var flýtt og tók hækkunin gildi 1. janúar sl. í stað 1. mars eins og áður hafði verið ákveðið. Vaxandi álag hefur verið hjá Vinnumálastofnun frá því í október en stofnunin fer með yfirstjórn vinnumiðlunar og vinnumarkaðsúrræða í landinu. Áhersla hefur verið lögð á að efla þjónustu stofnunarinnar og gera hana sem best í stakk búna til að mæta miklu álagi og gegna sem best mikilvægu hlutverki sínu á komandi misserum. Atvinnuleysisbætur á móti launum fyrir hlutastarfMeðal nýlegra aðgerða til að sporna við atvinnuleysi er upptaka hlutabóta sem heimilaðar voru með lagabreytingu fyrir áramót. Markmiðið er að hvetja atvinnurekendur til að semja um lægra starfshlutfall við starfsfólk sitt fremur en að grípa til uppsagna. Heimilt er að greiða fólki í hlutastarfi tekjutengdar atvinnuleysisbætur í lengri tíma en áður og skerðing atvinnuleysisbóta vegna launagreiðslna fyrir hlutastarf hefur verið felld niður. Úrræðið hefur mælst vel fyrir og nýtist nú um 13% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá. Sjálfstætt starfandi einstaklingar njóta nú meiri sveigjanleika til atvinnuleysisbóta og geta tekið að sér tilfallandi verkefni án þess að missa bótaréttinn. Stuðningur við átaksverkefni, nýsköpun, frumkvöðlastörf, reynsluráðningar og fleiraÍ nýlegri reglugerð er kveðið á um verkefni sem fólk án atvinnu getur tekið þátt í samhliða því að fá greiddar atvinnuleysisbætur og um heimildir fyrirtækja og stofnana til að ráða tímabundið til sín fólk í atvinnuleit þannig að atvinnuleysisbætur fylgi því inn í fyrirtækið ásamt mótframlagi í lífeyrissjóð. Atvinnurekandinn greiðir það sem upp á vantar svo viðkomandi njóti sambærilegra launakjara og aðrir á vinnustaðnum. Heimildir til tímabundinna ráðninga af þessu tagi ná til starfsþjálfunar og ráðningar til reynslu, átaksverkefna sem fela í sér tímabundin verkefni umfram venjuleg umsvif og frumkvöðlastarfa þar sem einstaklingur er ráðinn til að þróa nýja viðskiptahugmynd. Vinnumálastofnun getur einnig samið beint við atvinnuleitendur um að þeir vinni að þróun eigin viðskiptahugmyndar án þess að atvinnuleysisbætur skerðist. Atvinnutengd endurhæfing, sjálfboðaliðastörf og búferlastyrkirNýmæli er að skilgreina sjálfboðaliðastörf sem vinnumarkaðsúrræði þannig að frjáls félagasamtök geti boðið atvinnuleitendum þátttöku í verkefnum sínum. Samið skal um slík störf milli Vinnumálastofnunar og viðkomandi félagasamtaka sem ber að slysatryggja sjálfboðaliðann við störf. Vinnumálastofnun er nú heimilt að gera samning um starfsendurhæfingu við atvinnuleitendur með skerta starfsorku í tiltekinn tíma án þess að þeir tapi rétti sínum til atvinnuleysisbóta. Réttur fólks í atvinnuleit til búferlastyrkja hefur verið rýmkaður þannig að ekki er lengur skilyrði að viðkomandi hafi verið atvinnulaus í þrjá mánuði áður en hann flytur. Nám og námskeið sem vinnumarkaðsúrræðiFólk án atvinnu getur stundað nám og námskeið og fengið samhliða greiddar atvinnuleysisbætur samkvæmt áunnum réttindum sínum. Þetta á til dæmis við um nám á vegum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og fræðslustofnana þess, námskeið símenntunarstöðva, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og endurmenntunarstofnana háskólanna. Einnig á þetta við um nám á verk- og starfsnámsbrautum á framhaldsskólastigi og frumgreinanám fyrir fólk sem verið hefur á vinnumarkaði. Námskeið endurhæfingarmiðstöðva teljast einnig til vinnumarkaðsúrræða og fleiri námskeið sem líkleg eru til þess að styrkja fólk á vinnumarkaði. Berjumst gegn atvinnuleysi og áhrifum þessAtvinnuleysi hefur aukist hratt að undanförnu. Vinnumálastofnun spáir að það fari hæst í um 10% í vor en heldur dragi úr því yfir sumarmánuðina eins og jafnan á sumrin. Eitt brýnasta verkefni stjórnvalda er að sporna við vaxandi atvinnuleysi og finna færar leiðir til þess að glæða atvinnulífið og fjölga störfum þar sem þörfin er mest. Mikilvægt verkefni sem snýr beint að félags- og tryggingamálaráðuneytinu er einnig að sjá til þess að öll úrræði sem dregið geta úr neikvæðum áhrifum atvinnuleysis á einstaklinga og samfélag séu nýtt til fulls og að áhersla sé lögð á að finna nýjar leiðir með þetta að markmiði. Ráðuneytið mun vinna að þessu með þeim stofnunum sem sinna verkefnum á þessu sviði og þetta er meðal verkefna starfshóps sem ég skipaði nýlega með fulltrúum aðila vinnumarkaðarins, sveitarfélaganna, fjármálaráðuneytisins og félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Ráðuneytið leggur áherslu á að fá sem flesta til samstarfs svo tryggt sé að allar góðar hugmyndir nýtist. Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir skrifar um atvinnuleysi Félags- og tryggingamálaráðuneytið leggur kapp á að virkja og efla vinnumarkaðsúrræði sem ráðuneytið og stofnanir þess hafa yfir að ráða og finna nýjar leiðir til að sporna við vaxandi atvinnuleysi. Breytingar hafa verið gerðar á lögum og nýlega voru settar reglugerðir um fjölbreytt vinnumarkaðsúrræði sem eiga að auðvelda fólki án atvinnu að halda virkni sinni, stuðla að tengslum þess við atvinnulífið og skapa því leiðir til að bæta möguleika sína til atvinnuþátttöku á ný. Hækkun atvinnuleysisbóta var flýtt og tók hækkunin gildi 1. janúar sl. í stað 1. mars eins og áður hafði verið ákveðið. Vaxandi álag hefur verið hjá Vinnumálastofnun frá því í október en stofnunin fer með yfirstjórn vinnumiðlunar og vinnumarkaðsúrræða í landinu. Áhersla hefur verið lögð á að efla þjónustu stofnunarinnar og gera hana sem best í stakk búna til að mæta miklu álagi og gegna sem best mikilvægu hlutverki sínu á komandi misserum. Atvinnuleysisbætur á móti launum fyrir hlutastarfMeðal nýlegra aðgerða til að sporna við atvinnuleysi er upptaka hlutabóta sem heimilaðar voru með lagabreytingu fyrir áramót. Markmiðið er að hvetja atvinnurekendur til að semja um lægra starfshlutfall við starfsfólk sitt fremur en að grípa til uppsagna. Heimilt er að greiða fólki í hlutastarfi tekjutengdar atvinnuleysisbætur í lengri tíma en áður og skerðing atvinnuleysisbóta vegna launagreiðslna fyrir hlutastarf hefur verið felld niður. Úrræðið hefur mælst vel fyrir og nýtist nú um 13% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá. Sjálfstætt starfandi einstaklingar njóta nú meiri sveigjanleika til atvinnuleysisbóta og geta tekið að sér tilfallandi verkefni án þess að missa bótaréttinn. Stuðningur við átaksverkefni, nýsköpun, frumkvöðlastörf, reynsluráðningar og fleiraÍ nýlegri reglugerð er kveðið á um verkefni sem fólk án atvinnu getur tekið þátt í samhliða því að fá greiddar atvinnuleysisbætur og um heimildir fyrirtækja og stofnana til að ráða tímabundið til sín fólk í atvinnuleit þannig að atvinnuleysisbætur fylgi því inn í fyrirtækið ásamt mótframlagi í lífeyrissjóð. Atvinnurekandinn greiðir það sem upp á vantar svo viðkomandi njóti sambærilegra launakjara og aðrir á vinnustaðnum. Heimildir til tímabundinna ráðninga af þessu tagi ná til starfsþjálfunar og ráðningar til reynslu, átaksverkefna sem fela í sér tímabundin verkefni umfram venjuleg umsvif og frumkvöðlastarfa þar sem einstaklingur er ráðinn til að þróa nýja viðskiptahugmynd. Vinnumálastofnun getur einnig samið beint við atvinnuleitendur um að þeir vinni að þróun eigin viðskiptahugmyndar án þess að atvinnuleysisbætur skerðist. Atvinnutengd endurhæfing, sjálfboðaliðastörf og búferlastyrkirNýmæli er að skilgreina sjálfboðaliðastörf sem vinnumarkaðsúrræði þannig að frjáls félagasamtök geti boðið atvinnuleitendum þátttöku í verkefnum sínum. Samið skal um slík störf milli Vinnumálastofnunar og viðkomandi félagasamtaka sem ber að slysatryggja sjálfboðaliðann við störf. Vinnumálastofnun er nú heimilt að gera samning um starfsendurhæfingu við atvinnuleitendur með skerta starfsorku í tiltekinn tíma án þess að þeir tapi rétti sínum til atvinnuleysisbóta. Réttur fólks í atvinnuleit til búferlastyrkja hefur verið rýmkaður þannig að ekki er lengur skilyrði að viðkomandi hafi verið atvinnulaus í þrjá mánuði áður en hann flytur. Nám og námskeið sem vinnumarkaðsúrræðiFólk án atvinnu getur stundað nám og námskeið og fengið samhliða greiddar atvinnuleysisbætur samkvæmt áunnum réttindum sínum. Þetta á til dæmis við um nám á vegum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og fræðslustofnana þess, námskeið símenntunarstöðva, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og endurmenntunarstofnana háskólanna. Einnig á þetta við um nám á verk- og starfsnámsbrautum á framhaldsskólastigi og frumgreinanám fyrir fólk sem verið hefur á vinnumarkaði. Námskeið endurhæfingarmiðstöðva teljast einnig til vinnumarkaðsúrræða og fleiri námskeið sem líkleg eru til þess að styrkja fólk á vinnumarkaði. Berjumst gegn atvinnuleysi og áhrifum þessAtvinnuleysi hefur aukist hratt að undanförnu. Vinnumálastofnun spáir að það fari hæst í um 10% í vor en heldur dragi úr því yfir sumarmánuðina eins og jafnan á sumrin. Eitt brýnasta verkefni stjórnvalda er að sporna við vaxandi atvinnuleysi og finna færar leiðir til þess að glæða atvinnulífið og fjölga störfum þar sem þörfin er mest. Mikilvægt verkefni sem snýr beint að félags- og tryggingamálaráðuneytinu er einnig að sjá til þess að öll úrræði sem dregið geta úr neikvæðum áhrifum atvinnuleysis á einstaklinga og samfélag séu nýtt til fulls og að áhersla sé lögð á að finna nýjar leiðir með þetta að markmiði. Ráðuneytið mun vinna að þessu með þeim stofnunum sem sinna verkefnum á þessu sviði og þetta er meðal verkefna starfshóps sem ég skipaði nýlega með fulltrúum aðila vinnumarkaðarins, sveitarfélaganna, fjármálaráðuneytisins og félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Ráðuneytið leggur áherslu á að fá sem flesta til samstarfs svo tryggt sé að allar góðar hugmyndir nýtist. Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun