Innlent

Dómari vill að brennumálið á Kleppsvegi verði flutt að nýju

Í húsinu var mikill eldsmatur og var það stórskemmt eftir eldinn. Mynd/Vilhelm
Í húsinu var mikill eldsmatur og var það stórskemmt eftir eldinn. Mynd/Vilhelm

Hætt var við það á mánudag að kveða upp dóm í máli þriggja meintra brennumanna í vikunni. Til stóð að dómur yrði felldur í málinu í gær, en því var hins vegar frestað með eins dags fyrirvara.

Dómari vill hlýða á frekari rökstuðning verjenda sakborninganna og munu þeir því flytja málið að nýju í lok mánaðarins.

Í málinu eru þrír ungir menn ákærðir fyrir að hafa skvett bensíni á hús við Kleppsveg og borið eld að svo maður sem var innandyra var í lífshættu. Þeir neita allir að hafa framið verkið. Þá er einn þeirra ákærður fyrir að hafa valdið manni miklum skaða með því að aka á hann á Laugavegi. Hann játaði sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×