Lífið

Lögfræðingar Phils Spectors vilja sem stystan dóm

Phil Spector í réttarsal.
Phil Spector í réttarsal. Mynd/NORDICPHOTOS/GETTY
Lögfræðingar tónlistarmannsins Phils Spectors reyna nú hvað þeir geta til að fangelsisdómur hans fyrir morðið á leikkonunni Lönu Clarkson verði sem stystur. Spector var í apríl sakfelldur fyrir að hafa myrt leikkonuna á heimili sínu árið 2003. Hann neitaði allan tímann að hafa myrt Clarkson sem var skotin í munninn.

Spector var frægur útsetjari tónlistar á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Réttarhöldin yfir Spector tóku sinn tíma en árið 2007 mistókst saksóknara að sakfella Spcetor eftir að kviðdómur komst ekki að niðurstöðu í málinu.

Talið er að Spectors bíði nú fimmtán ára til lífstíðarfangelsi en dómari á en eftir að taka afstöðu til þess. Lögfræðingar Spectors vinna nú að því að dómurinn verði ekki þyngri en 15 ár. En þar sem sem Spector var dæmdur fyrir að hafa notað byssu er allt eins talið líklegt að hann fái 19 ára fangelsisdóm jafnvel enn lengri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.