Innlent

Enginn ágreiningur í ríkisstjórn vegna átaka á Gaza

Utanríkisráðuneytið.
Utanríkisráðuneytið.
Enginn ágreiningur er í ríkisstjórn um afstöðu Íslendinga til hernaðarátaka á Gaza svæðinu og hafa öll helstu skref í nýrri stefnumótun um Mið- Austurlönd sem hófust árið 2007 á grundvelli stjórnarsáttmálans verið kynnt í ríkisstjórn samkvæmt starfsvenjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Þar segir að utanríkisráðherra hafi frá því að hernaðaraðgerðir hófust á Gaza-svæðinu ítrekað gefið út yfirlýsingar fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands þar sem hernaðaraðgerðir hafi verið fordæmdar.

Þetta sé hlutverk utanríkisráðherra að íslenskri stjórnskipun, starfshefð ríkisstjórnar og samkvæmt venjum í alþjóðasamskiptum. Á sama hátt hafi fulltrúar Íslands flutt ræðu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í New York og í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf á fimmtudag og föstudag um málið. Allar yfirlýsingarnar séu samræmdar og fylgi utanríkisstefnu Íslands.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×