Innlent

Þrjú útköll hjá slökkviliðinu í nótt

Eldur kom upp í ruslatunnu við Hverfisgötu í nótt.
Eldur kom upp í ruslatunnu við Hverfisgötu í nótt. NORDICPHOTOS/ÞORGEIR

Það var óvenju rólegt hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt og voru fáir á ferli í miðborg Reykjavíkur. Tveir gista fangageymslur vegna ölvunar og mun það, að sögn lögreglu, ekki sæta tíðindum.

Þá voru þrjú útköll hjá slökkviliðinu í gærkvöld og nótt. Tilkynnt var um eld í ruslatunnu á Hverfisgötu á tíunda tímanum í gærkvöld. Um miðnætti kom tilkynning um alelda bifreið nálægt húsi í kórahverfi í Kópavogi.

Þá kviknaði í hitateppi í íbúð í seljahverfinu í Breiðholti á fjórða tímanum í nótt. Búið var að slökkva eldinn þegar Slökkviliðið bar að garði en mikill reykur var í íbúðinni og var hún reykræst.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×