Erlent

ABBA tekur sæti í Frægðarhöllinni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
ABBA á hátindi frægðarinnar. Þessi ferska poppsveit er enn í spilurum margra landsmanna.
ABBA á hátindi frægðarinnar. Þessi ferska poppsveit er enn í spilurum margra landsmanna.

Sænsku poppsveitinni ABBA mun hlotnast sæti í Frægðarhöll rokksins, eða Rock and Roll Hall of Fame, á næsta ári. Valnefnd Frægðarhallarinnar tilkynnti þetta í gær. Útnefningin fer fram á Waldorf Astoria-hótelinu í New York 15. mars í vor við mikla athöfn. ABBA og hljómsveitin The Stooges hafa hlotið tilnefningar til þessarar merku nafnbótar nokkrum sinnum en aldrei komist lengra en það. Nú hafa Svíarnir hins vegar hreppt hnossið en fereykið gerði garðinn frægan með lögum á borð við Mamma Mia og Money, Money, Money en frægðarsól þeirra tók fyrst að skína fyrir alvöru þegar þau komu, sáu og sigruðu í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1974 með laginu Waterloo.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×